Garðabær
Þar sem mjög lítið er að gerast í vinnunni ákvað ég að senda eftirfarandi tölvupóst á Ásdísi Höllu bæjarstjóra Garðabæjar. Nú er að bíða og sjá hvort hún noti þetta.
Sæl Ásdís.
Ég hef löngum verið mjög hrifinn af Garðabæ og stefni leynt og ljóst að því að flytja búferlum þangað í nánustu framtíð. Þar sem ég vil fá að sjá bæjarfélagið vaxa og dafna lét ég mér detta það í hug að þörf væri á góðu slagorði til þess að vekja athygli á því og hvetja jafnframt fólk til þess að velta Garðabæ fyrir sér sem góðum kosti. Fjölskyldubær með stórt hjarta. Alla vegna, þá eru hér tvö slagorð sem ég hélt kannsk að þið gætuð notað til auglýsingagerðar:
"Garðabær - skör ofar Kópavogi!"
"Garðabær - við erum sko enginn Kópavogur!"
Með kveðju, Nafnið mitt
Auk þess verð ég að spyrja ykkur hvort það sé siðferðislega rétt að bjóða giftri konu í hafragraut í vetur? Nú er skóli að byrja og Jó-vic verður væntanlega svöng í hádeginu. Mun þjóðfélagið dæma mig einungis vegna þess að hún er gift?
No comments:
Post a Comment