July 1, 2004

Nenni ekki að....

.... hneykslast yfir þeirri sorglegu sjón að sjá 35 ára karlmann klæddan í stuttbuxur og Coca-Cola bol með Gudjohnsen aftan á. Það er bara enn ein sönnunin á endalokum veraldar. Gleymdi að minnast á derhúfuna. Glack! Glack! og málið afgreitt. "Lenny, look at the rabbits."

Fótboltinn alveg að verða búinn og ég misst af helming leikjanna vegna vinnu. Guð hvað ég er farinn að elsa vinnu. Svo mikið að ég hef engan tíma til þess að vera heima. Miklu skemmtilegra að vinna við afgreiðslustörf. "Réttu mér skófluna og ég skal afgreiða hann!"

Vann alla síðustu vakt með nafnspjald frá vinnufélaga á einkennisbúningnum. Engum fannst það furðulegt að ég héti "Kolla". Ég held að mér sé óhætt að vera dónalegur, fólk virðist ekki kunna að lesa. Kannski nennir það því ekki? Hlýtur eiginlega að vera. Ef það læðist upp að mér aftan frá án þess að reka augun í merkið sem ég ber á búningnum og spyr hvort ég sé að vinna "hérna".

Ætla að taka upp á því að segja "já, ekkert mál" í hvert skipti sem einhver vitl... kúnninn!... kúnninn! ætlaði ég að segja, segir við mig "fyrirgefðu"

Ætli ég væri meira kúl með handlóð á kassanum? Alltaf að pumpa þegar kúnninn nálgast. ÞOKKALEGA!!!!!!!!!

Góð saga sem ég var búinn að gleyma. Ha ha ha. Extra tyggjó?? Hvað eru til margar tegundir?? 7 kannski 8??? Segjum sjö. Ég, líkt og oft áður, hef nýlokið við að spyrja "eitthvað fleira?" Gaurinn lítur á mig og segir: "Fá einn extra!" Og??? Ég er þolinmóður maður og gef honum því tækifæri að gefa til kynna hvaða gerð. Líður og bíður. Ég spyr: "Hvaða gerð?" Hann horfir á mig svolítið óþolinmóður og svarar að bragði: "Þessa þarna!" Og??? Verð reyndar að geta þess að hann var það tillitssamur að benda. Með puttann beint út frá fokking mjöðminni á sér!!!! Hefst þá ekki þessi skemmtilegi leikur þar sem ég þarf að giska á tegundir. "Þessa?" "Nei!" "Þessa?" "Nei-ei!" "Þessa?" "Nei! Þessa þarna við hliðina!" "Þessa hérna?" "Nei við hliðina á henni!" "Eufokkingreka!!!!" Fundum hana loksins í sameiningu. Klárir strákar. Þá kemur enn og aftur að karlmönnum milli þrítugs og fertugs. Eitthvað slæmur tími í þroskastigi karlmanna. Hatur mitt á þessum manni eykst verulega þegar kvikindið klikkar út með setningunni: "Láttu mig hafa tvö kvikindi!" Hvaða karlmaður með örðu af sjálfsvirðingu notar orðið kvikindi??? Glack! Glack! og málið leyst.

Helgi Björns segir: "Streker! Ekkeh nete erðeð kvekendeh efer ehtthveð sem þeð e-etleð eð ke-epeh! Þeð gerer leteð er ekker henem eg verðer þess veldendeh eð þeð fe-eð krebbeme-en e e-esten!"

No comments:

Post a Comment