July 6, 2004

Eitt bragð... allar tegundir...

Fékk ímeil í dag frá vinkonu minni sem er búsett í Króatíu. Á hjá henni heimboð en get því miður ekki nýtt mér það. Djöfull væri ég samt til í að fara. Liggja á sólarströnd þambandi bjór og leggja örlítið meiri rækt við eþíóbíubumbuna. 27 ár og ef ég á að vera hreinskilinn þá hefði ég getað lagt meiri metnað í þetta. Fengið hana til að standa út án þess að þurfa að þrýsta út kvikindinu. Eyjan Krk heillar.

Eitthvað sem ég verð bara að fara að sætta mig við eru setningar á borð við þessa: "tobbalicious er ástæðan fyrir því að strákar fengu að vera með." Þá sat ég ásamt 6 vinkonum Jó-viciousar í gæsapartýi. En mér fannst það bara gaman, ekki oft sem ég er mesti karlmaðurinn á svæðinu. Þangað til Jó mætti á svæðið. Þá datt ég niður í annað sætið og skipti engu máli þótt hún sé ólétt (bara að grínast... hún á svo eftir að ganga í skrokk á mér fyrir þetta... úpps!) Fínast gæsun hjá stelpunni. Samt er eitthvað rangt við það að ég hef tekið þátt í fleiri gæsunum en steggjunum. Gæsun 1 - Steggjun 0. Nei! Það er ekkert rangt við það. Það er bara töff. Sýnir að ég á bara karlmannlegri vinkonur en aðrir strákar.... HVAÐ???!!!! Hvað sagði ég núna? Þetta átti að vera hól... Hvað meinarðu?.... ganga í hvað?... skrokk?.... á mér?..... úmmmphhh!! MAÐUR LEMUR EKKI MANN MEÐ GLERAUGU!!!! Það er bannað samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna!!! Úmmphhhh!!! HÆTTU!! ÉG GEFST UPP!!! 1000 kall ef þú lemur mig ekki.

Hvað gerðum við svo? Fórum niður í bæ. Einmitt. Skemmtum okkur líkt og drottingarnar sem við erum. Völundur lét sig hverfa... segist einungis hafa gert það sem honum var sagt.... við skulum nú athuga hvað biblían hefur um þetta að segja Völundur??? Svo ég og Jó enduðum á 22 og dönsuðum okkur sveitt. Vil helst ekki hugsa um þetta. Djöfull hlýt ég að líta út eins og fífl þegar ég dansa. Sérstaklega ölvaður. Samt.... á meðan á því stendur líður mér líkt og drottningu.. drottningu dansgólfsins það er að segja... hrollur...

"Hæ! Ég er kallaður Hrollurinn"
"Nú, af hverju?"
"Sjáðu þessi spor! Finnurðu velgjuna og hrollinn ná tökum á þér?"
"Hmmmmph!! Ekki meir! Hættu!"

Bíð alltaf eftir því að líði yfir þær af velgju og svo ræðst ég til atlögu.

Ætlaði bara að þakka Jó fyrir. Skemmti mér konunglega, vona að þú hafir gert það líka.

No comments:

Post a Comment