Ég var búinn að lofa...
..sögum um Völund, er það ekki? Manninn sem allir telja fullkominn. Hér eru tvær sögur sem gefa betri mynd af honum. Kannski er hann ekki það fullkominn og hreinn líkt og margir virðast halda?
Saga 1: Ég og Völundur vorum í sama Menntaskólanum. Útskrifuðumst saman árið 1997. Það var þá sem ég gerði mér grein fyrir því hversu vondur maður Völundur er. Þannig var nefnilega að í árgangi með okkur var strákur sem átti ættir að rekja til Japans. Stoltur af upprunanum. Þessi drengur ákvað að sína stolt sitt í verki og útskrifast í þjóðbúningi frá Japan. Glæsilegur búningur og japanskir tréklossar með. Hvað gerir Völundur þá? Pantar sér einn. Mætir í honum á útskriftina einungis til þess að eyðileggja daginn fyrir skólafélaga okkar. Því gleymir engin þegar Völundur arkar í búningnum upp að drengnum og segir hátt svo allir heyrðu: "Þú líka?!" Spillti svolítið þessum gleðidegi og þá sérstaklega ekkasog japanans á meðan á ræðuhöldum stóð. Ég fæ sting fyrir hjartað þegar ég hugsa um þetta.
Saga 2: Þáu eru ófá skiptin sem stelpur hafa komið upp að mér og sagt við mig: "Af hverju getur þú ekki verið meira eins og Völundur?" "Hvað meinarðu, eins og Völundur?," spyr ég þá, "svartur að innan sætur að utan?" "Nei tobbalicious," svara þær,"rómantískur og ljúfur." Rómantískur og ljúfur! Já rómantískur og ljúfur, einmitt. Kallast það rómantískt og ljúft að standa á gólfum helstu skemmtistaða Reykjavíkur helgi eftir helgi, girða niður um sig, hrækja á typpið á sér og skella þúsundkalli á hrákann, reka hendurnar upp í loft og öskra "Steeeeeelpuuuuuur! Steeeeeelpuuuur!" Er mikil rómantík í því?
Ég er miklu rómantískari. Ég rétti stelpum 500 kall og spyr bara beint út: "Einn koss?"
No comments:
Post a Comment