July 9, 2004

Strætó

Tók eftir því þegar ég sat í strætó að glugginn við sætið mitt leit út eins og skjár á gemsa þegar maður hefur talað í u.þ.b. hálftíma. Sat risastórt eyra í sætinu á undan mér???? Sofnaði eyrað??? Sofa eyru???

Ég er ekki að skilja þetta. Fannst strætóbílstjóranum ekkert skrítið að risastórt eyra kæmi inn í strætó? Var eyrað með græna kortið? Endalausar spurningar....

Talandi um stór eyru þá lenti ég í helvíti skemmtilegu atriði í dag. Þannig er mál með vexti að ég keyri um á glæsilegri bifreið sendi. Stundum þarf ég að koma við á flutningastöðvum borgarinnar. Ókei, kannski ekki stundum heldur alla daga. Hvað með það? Ætlar að gera eitthvað mál úr því????!!!!!! Leimmér þá að klára. Viltu kannski að ég hætti með söguna? Er það virkilega það sem þú vilt?? Hélt ekki.

Það sem mér finnst fyndið er þegar nööööööördarnir sem eru að vinna þar halda að þeir geti eitthvað verið að chilla með mér. Foooooookkk maður! Ég er kúl, þeir ekki. Olía og vatn.

"Þú veist að þetta fer ekki fyrr en á mánudag?"
"Ha? Hvaaaaað sagðirðu?"(önnur augabrúnin upp til að leggja áherslu á orðin)
"Bílinn er farinn. Fer ekki aftur fyrr en á mánudag."
"Rólegur félagi. Við erum sko ekki á sama leveli! Ætla að kæfa þetta núna!"
"Kæfa hvað?"
"Þú að reyna að chilla eitthvað með mér! Gengur ekki! Ég er kúl og þú ekki. Slepptu þessu!"
"Ég er bara að reyna að segja þér að bílinn sem þú ætlar að senda pakkana með er farinn. Hvað er að þér? Ég myndi ekki "chilla" með þér þó það væri til þess að lækna mig af eistnakrabbameininu! Láttu mig vera!"
"Týpískur nöööörd að fara í geðveika vörn! Ég vorkenni þér geðveikt!"
"Af hverju?"
"Af því að þú þjáist af kúlöfund! Kúlöfund dauðans!"
"Nei. Málið er bara að ég hata þig, auk þess sem þú ert álíka langt frá því að vera kúl og ég er frá því að taka við forstjórastarfi hjá Íslenskri."
"Íslenskri??!"
"Erfðagreiningu! Fíflið þitt! Drullaðu þér áður en ég hefta eistun á þér við pakkana!"

Djöfull sýndi ég honum maður. Kom mér í burtu þarna. Hann var að niðurlotum kominn vegna skammar.

No comments:

Post a Comment