Á mörkunum
Er ekki að ná að sofna svo það er bara best að blogga. Ekki í fyrsta né síðasta sinn. Fer þá ekki skóli að nálgast. Óðfluga. En það er svo sem allt í lagi. Kominn með nóg af vinnu í bili. Stjórna búðinni reyndar með harðri hendi um verslunarmannahelgina. Mig langar reyndar helling til að koma mér út úr bænum alla vegna eina helgi í sumar og spurning um að henda sér á æskustöðvarnar í ágúst. Athuga hvort maður muni enn nöfnin á þessum krökkum sem maður þekkti í gamla daga. Er svo hræðilegur með nöfn að ég á væntanlega eftir að klúðra því ef ég hitti einhvern.
"Blessaður Kalli!"
"Ég heiti ekki Kalli. Og hver ert þú?"
"Sorry maður! Eigum við ekki bara að gera gott úr þessu? Hvað segirðu um einn koss?"
Ég man ekki einu sinni nöfn á náskyldum ættingjum. Ég ætti að skammast mín en ég nenni því bara ekki. Ef maður man ekki nöfn þá bara man maður ekki nöfn. Þannig er lífið. Vildi samt að fólk væri ekki svona hörundsárt, þetta er ekkert persónulegt. Þetta er bara ég.
Fokk hvað þetta sumar er samt búið að fljúga framhjá mér. Er það aldurinn? Er ég reiðubúinn að gerast faðir? Er einhver nógu vitlaus til þess að gefa mér barnið sitt?
"tobbalicious. Ég vil að þú fáir barnið mitt. Taktu hann, það er mesti ljóminn farinn af þessu hvort sem er."
"Ha?! Hvað á ég að gera við barn? Get ekki einu sinni skipt á sjálfum mér."
"Það þarf ekkert að skipta á honum. Láttu ekki svona. Hann er orðinn 13."
"En brjóstagjöf? Ég held ég sé ekki með virka kirtla. Hvað heldur þú?"
"Auðvitað ertu ekki með virka kirtla. Auk þess sem það þarf ekki að gefa honum af brjósti. Mallar bara þurrmjólk fyrir hann."
"Já, ég veit ekki? Kannski við prófum í einhvern tíma og svo fæ ég að skila honum ef þetta er ekki að ganga."
Ótrúlegt hvað fólk er óábyrgt þegar kemur að börnunum. Þegar ég var barn þekkti ég bara ábyrga fullorðna einstaklinga. Ég man sérstaklega eftir Svenna gamla sem bjó á móti okkur. Hann var alltaf að bjóða mér yfir til að fá mér kandís og klappa "vini" hans. "Komdu nú tobbalicious yfir til Svenna gamla og klappaðu "vini" hans. Svo bryðjum við kandís á eftir." Hvað ég elskaði þennan litla vin og óskaði þess að alltaf að eiga jafn stóran og glæsilegan hund sem litli vinur var.
No comments:
Post a Comment