Ég var í brúðkaupi í gær.. sem væri svo sem ekki í frásögu færandi.... nema hvað það var viðbjóðslega gaman. Í fyrsta lagi var Gerður Kristný á borði með mér og ég var alltaf að bíða eftir því að hún myndi skella mér yfir lærin á sér og rassskella mig. Hún er nefnilega eina manneskjan sem má rassskella mig. Oft. Í öðru lagi varð ég ástfanginn af móður brúðarinnar. Myndir segja meira en þúsund orð:
Nýja ástin í lífi tobbaliciousar?

Leikurinn "Finnum brúðina" stóð ekki lengi yfir.

Þá var breytt yfir í "finnum grúmann" sem stóð aðeins lengur en mér tókst það að lokum.

Þau voru svo glæsileg. Og ég líka. Var ég búinn að segja það? Gjöfin frá okkur vinunum vakti líka mikla lukku sögðu mér þau nýbökuðu þegar þau litu í heimsókn í kvöld með rauðvín og myndir. Gjöfin var Hinn Íslenski Fáni. 175x200 sm. Nú vantar bara stöngina. Völundur listasmiður ætlar að setja stöngina upp þegar hún er komin í hús.
Ætlaði bara að þakka þeim nýbökuðu kærlega fyrir. Þetta var moðerfokkin gott partý. En ég verð að segja að videómyndirnar af mér að dansa voru ekki flattering. Þetta er eitthvað sem ég vildi aldrei fá að sjá. Hrollur. Mikill hrollur. Of mikill hrollur og smá velgja með...
No comments:
Post a Comment