August 11, 2004

Bleiki Pardusinn

... er svo að halda mér á lífi. Peter Sellers er fyndin hóra. Ógeðslega fyndinn. Annars væri það fínt ef einhver nennir að koma heim til mín og elda... ég er ekki að nenna því... hef ekki nennt því frá því ég kom heim í hádeginu í gær. Það er kannski það besta við að vera einhleypur? Ég á hrikalega auðvelt með að sleppa svona sjálfsögðum hlutum eins og að borða og sofa. Veit ekki hversu oft ég ef uppgötvað að kvöldmat hefur vantað og ískyggilega stutt í vinnu daginn eftir. Hef samt staðið mig vel í því að borða morgunmat, alltaf á slaginu 6:50. Bara einn dagur sem það klikkaði. Segið svo að strákar séu ómögulegir að sjá um sig!

Djöfull er fönkí þegar lófarnir á manni eru um það bil 40°. Spurning um að nota tækifærið til þess að?..... Nei. Of heitir.

No comments:

Post a Comment