Massað helvíti
Karaókí? Get ég verið þekktur fyrir það? Sjáum til. Reyndar tekur enginn eftir því hvernig maður syngur ef maður passar sig bara á því að vera nógu fullur og ber að neðan. Þá er engin að hlusta, athyglinni er beint annað.
Þar sem ég eyði drjúgum hluta vikunnar í strætó í leið úr og í vinnu þá fæ ég góðan tíma til þess að rifja upp atriði úr æskunni og reyna að ná sáttum við fortíðina. Til þess að maður geti gengið sáttur inn í framtíðina er nauðsynlegt að ná sáttum. Er það ekki? Ég hef til dæmis aldrei talað um það hérna áður en það er skemmtileg saga úr barnæsku minni sem ég hef alltaf viljað segja, held ég fái ekki betra tækifæri en núna.
Þannig er það nefnilega með mig að ég get ekki grátið tárum. Ég get alveg grátið en mér er það lífsins ómögulegt að fella tár sökum óhapps sem ég varð fyrir sem ungabarn. Móðir mín vildi nefnilega sýna mér hversu vondur heimurinn í raun og veru væri. Hún stundaði það reglulega að neita að gefa mér á brjóst og hella þess í stað niður brjóstamjólkinni beint fyrir framan mig. Eitthvað með "þeir hella mjólkinni sem eiga hana!"
Þetta mátti ég þola dag eftir dag í fleiri mánuði þangað til að lokum gáfu tárakirtlarnir eftir og sprungu með miklum hvelli sumarið 1977. Þessum degi gleyma systurnar á St. Fransiskuspítala aldrei og ekki ég heldur.
No comments:
Post a Comment