August 8, 2004

Öðruvísi dagar

Ég og Völundur, Jú rétt til getið, sú svarta sál, litum niður í bæ í gær. Það var einhver voða veisla í gangi. Ég verð að segja.... mikið rosalega eru þessar hávöxnu lesbíur glæsilegar. Kannski of mikið meik en ég er ekkert of mikið í smáatriðum. Íþróttalega vaxnar líka.. ég var alveg við það að biðja einhverja þeirra um símanúmerið.

Það var líka önnur góð ástæða fyrir veru minni þar, líkt og kvenhlutinn af Hjónunum sagði: "Þú hefur væntanlega fundið þig þarna. Þú og þeir samkyngirndu hafið sofið hjá álíka mörgum stelpum." Ég myndi móðgast en ég bara nenni því ekki.

Einhvern veginn tókst mér að láta draga mig út bæði kvöldin. Verð að hætta þessu. Orðinn of gamall. Samt var ég svo góður við eitthvað par á austurvelli að ég söng lagið lítill fugl fyrir þau. Ekki allt lagið sko, bara línuna "en hvaða eilíf er þeim nógu löng sem elskast hjörtum tveeeeeeiiiiiiiim. Sem elskast hjörtum tveim." Strákurinn getur þakkað mér ef eitthvað hefur gerst hjá þeim.

Svo ætla ég héðan í frá að fara heim með þessum orðum.

"Hvað heitirðu?"
"Jóhanna, af hverju?"
"Því, Jóhanna, okkur er ætlað að giftast. En nú þarf ég að fara heim."

No comments:

Post a Comment