August 2, 2004

Brandari og brandarar

Það er búinn að vera einhver umræða í gangi um það að setja tölvukubb í bíla til þess að fylgjast með löghlýðni hins almenna borgara. Það vita það ekki margir en þessi nýjung hefur verið í pikk-uppum og fjórhjóladrifnum bílum í nokkurn tíma. Þetta er nokkurs konar svartur kassi sem tekur upp síðustu 15 sekúndur í keyrslu. Það birtist víst skýrsla um þessa tækni í næstu viku hjá umferðarstofu en ég ætla að birta hér einn punkt úr henni. Ekki spyrja mig hvernig ég komst yfir þetta. Datt af vörubíl. Alla vegna þá hefur það komið í ljós að í 61,4% tilvika sem fólk lendir í alvarlegum umferðaróhöppum er síðasta setning þeirra "Fokk!" nema hjá þeim einstaklingum sem eiga lögheimili í breiðholti, þar voru síðustu orð 87´6% þeirra "Nennirðu að halda á bjórnum fyrir mig, ég ætla að sýna þér svolítið."

Annars er verslunarmannahelgin búin. Eyddi henni í vinnu. Í verslun. Íronískt? Skiptir ekki. Fór i trúlofunarveislu í gær til Öla og Göffs. Ég og Völundur, sú svarta sál, kenndum öla það mikilvægasta við það að vera trúlofaður: Alltaf að stinga hringnum í vasann ef maður fer til hóru. Annað myndi teljast framhjáhald. Hórur eru líka svolítið eins og svertingjarnir, hirðir allt steini léttara ef það er ekki neglt niður.

Dagurinn í gær var samt það sem kalla mætti dagur idíotanna. Gullkornin í gær voru svo æðisleg að ég ætla að birta nokkur af þeim. Gjörið svo vel:

1. Ég var að vinna um helgina og lenti í því leiðinlega atriði að þeir sem voru á vöktunum á móti mér voru bara ekki að vinna. Svo þar sem ég hata latt og leiðinlegt fólk skildi eftir skilaboð til þeirra að vinna. Svo þurfti ég því miður að tala við einn þeirra og reyndist hann nokkuð sár út í mig og vildi fá að útskýra hvernig vinnan virkaði fyrir sig. Þetta er orðrétt: "Það er svolítið sem helgar- og kvöldvaktirnar verða að gera sér grein fyrir. 90% af okkar vinnu er að mæta í vinnuna og passa að allt sé undir control." svo bætti hann við: "..sko, við erum hérna á vaktinni í níu tíma og það er ekki hægt að ætlast til þess að við séum að vinna allan tímann. Það er bara geðveiki!"

Ég ætla að tala við verslunarstjóra á þriðjudag og mæla þessi orð: "Annaðhvort fer hann eða ég."

Svo heyrði ég þetta í partýinu í gær: "Svo er ég að flytja til Spánar. Geðveikt þægilegt, þá get ég bara keyrt niður til Mexíkó!" Þá kváði einhver og stúlkan var fljót að taka við sér. "Nei djóóók. Upp til Mexíkó, meinti ég."

No comments:

Post a Comment