Kántrí
Þessi póstur á reyndar að vera löööööööngu kominn inn. Stundum er ég svo latur að ég nenni bara ekki að gera rassgat. Þannig er þessi vika búin að vera. Ekki neitt. En að aðalmáli dagsins. Kántríkvöldið ógurlega!!! Það væri gott ef þið gætur hrist skjáinn þegar þið lesið þetta. "Kántríkvöldið ógurlega!!!" Þar sem mér bauðst að koma í karaokíkántríkveðjupartý hjá betu ákvað ég að dusta rykið af svörtu sálinni og henta mér í djúpu laugina með honum. Tveir saklausir litlir strákar að kynnast nýju fólki. Á gamals aldri þá er það erfiðara en það hljómar. Við erum svo litlir.... vill ekki einhver elska okkur hugsa ég með mér öll kvöld... eitt tár vegna illsku heimsins.
Þrátt fyrir að ölver sé staðsett rétt fyrir utan borgarmörkin tókst okkur að finna staðinn. Sex leigubílum og einni strætóferð seinna það er að segja. Gengum inn og horfðum í kringum okkur. Beint á barinn. Náði með einstaklega kræfri aðferð að ná í sæti nálægt sviðinu. Vandamálið við að koma inn á nýja staði er að möguleikinn er alltaf fyrir hendi að vera laminn af engri sérstakri ástæðu. Þegar við heyrðum og sáum Æsu flytja "These boots" þá vissum við að allt yrði í lagi. Hún myndi bjarga okkur ef við lentum í vandræðum. Alltaf gott að hafa einhvern í sínu liði sem getur beitt hnefunum ef illa fer. En við þekktum hana ekkert og þurftum því að koma okkur á borð með henni.
Gáfum frá okkur jákvæða árustrauma og það leið ekki á löngu þar til stúlkan sem kveðja var verið kom og bauð okkur sæti á borðinu. "Við erum komnir inn," hugsuðum við. Byrjuðum á því að kynna okkur:
"Hæ, ég heiti tobbi."
"Hæ, ég heiti XXXX."
"Segðu mér, XXXX, ef geimverur hótuðu því að eyða jörðinni en settu það fram að ef að ég og þú myndum sofa saman þá myndu þeir fara án þess að valda tjóni. Myndirðu þá sofa hjá mér?"
"Nei."
"En ef þú fengir milljón dollara líka?"
"Nei."
Eins og sést gekk voðalega illa að hösssstla. Skiptir ekki máli. Hitti aftur Maríönnu sem ég hef ekki séð í mörg ár og er víst orðinn heimsfræg leikkona. Drakk með henni engiferte og rifjaði upp gömul kynni. Kynntist líka helling af nýju fólki. Heilum þremur sem sagt. Majae sem lánaði mér kúrekahattinn sinn og er þar með eina stúlkan í öllum heiminum sem ég hef farið í roleplaying með. Majae mín, ég vildi bara láta þig vita að þrátt fyrir að við höfum bæði verið í fötunum og setið sitt hvoru megin við borðið þá hafi þetta verið nokkurs konar útfærsla á kynlífi hjá okkur og tæknilega séð er ég ekki lengur hreinn sveinn. Vona að þetta hafi verið jafn sérstök stund fyrir þig?
Svo var það líka æsa sem kynnti sjálfa sig: "Halló tobbi, ég heiti æsa og við eigum eftir að sofa saman." Svo ég roðnaði allur og kom ekki upp orði. Ég verð að segja að það var samt skemmtilegra heldur en gaurinn sem ég var eitthvað að tala við og sagði upp úr þurru: ".... og hvað ertu þá að gera í þessari asnalegu peysu?" Veit ekki hvernig ég get mögulega svarað þvíííííílíkri móðgun. Ef þetta á ekki eftir að skilja eftir ör á sálinni? Ég er ekki nógu sterkur persónuleiki til þess að geta verið rakkaður svona niður. Idíott.
Þakka öllum sem voru í þessu partýi. Þið eruð glæsilegar og skemmtilegar. Koss frá mér og svörtu sálinni. Við elskum ykkur.
No comments:
Post a Comment