August 16, 2004

Danskir daaaaaaaaagar

Er að vakna úr letinni. Snilld að koma sér út úr borginni að minnsta kosti einu sinni á tveggja ára tímabili. Held reyndar að ég hafi farið í fyrra sumar en áfengisneysla hindrar mig í því að muna það rétt. Hvað er líka rétt munað? Það veit ég ekki. Fór sem sagt á æskuslóðirnar Stykkishólm til þess að fagna dönskum dögum. Sem er svo skemmtilegt því opinber litur tobbaliciousar er nú nákvæmlega sá sami og má finna í danska fánanum. Eldrauður og náhvítur. Eldrauður að ofan en náhvítur að neðan. Slysaðist til þess að líta upp og athuga hvort ekki væri örugglega sólskin. Við þetta tókst mér að örfáum sekúndum að skaðbrenna og virðist rauði liturinn ekkert ætla að láta sig hverfa. Þessum lit verður kannski best lýst með miklum sársauka. Já, sársauki.

Þrátt fyrir þessa yfirsjón mína að halda mér ekki innandyra þá skemmti ég mér hið besta. Afslöppun dauðans sem var skolað niður með miklu áfengi þegar sólin settist. Föstudagurinn gaf mér tækifæri til þess að gera plebbahluti líkt og að fletta við tjaldvagni, meira þarf víst ekki til þess að "tjalda" þeim, og koma saman hústjaldi, sem er einmitt mesta bögg í heimi. Beið svo eftir því að Brúðurin og systir hennar mættu á svæðið. Drukkum svo með familíunni og svo sýndi ég stúlkunum gamla bæinn minn. Skipsflak, amtbókasafn og blikkandi þjófavarnarkerfi var allt innifalið. Auk þess fyrsti staðurinn sem ég sá draug. Hrökkluðumst svo í rúmið þar sem familían var kominn með einstaklega uppáþrengjandi og pirrandi spurningar um barneignir og giftingar. Það skipti engu þó ég reyndi að segja þeim að sökum lekanda í hné ætti ég erfitt með að vera með stúlkum. Svo var ég blammeraður fyrir það að kalla Guðnýju aldrei mömmu.

Laugardagurinn var svo bara leti. Algjör leti. Ég og Brúðurin sátum bara undir sólinni og hún sagði við mig í sífellu: "Kreystu þetta kýli á hálsinum!" og ég svaraði á móti: "Nei!" Meiru nenntum við ekki. Skiptum síðan út systurinni og fengum í staðinn Brúðgumann og Völund. Nennti ekki í aðra skoðunarferð og lét mér nægja að fara með þá í sund. Það eina markverða sem gerðist það kvöld var að ég tjáði Guðnýju það að fyrir 17 baht væri hægt að fá afnot af 12 ára dreng í heila nótt á Thailandi. Henni var ekki skemmt.

Sunnudagurinn var svo notaður í það að koma sér heim og jafna sig á leiðinlegum ættingjum. Það þarf ekki nema einn til þess að hald öllum öðrum í gíslingu. Allt sem við gerðum var lífshættulegt börnum hennar og vorum við væntanlega í þeim eina tilgangi að leggja gildru fyrir þau. Að hugsa sér að jafnaldri manns geti verið orðinn nöldrandi 45 ára grafarvogsbúi. Viðbjóður.

Svo verður seinna sagt frá nágranna okkar, Prins Valíant. Ætla samt að hinkra eftir myndunum frá Spörra Seríós. Prins Valííííííaaaaaaannnnnt!!!!

No comments:

Post a Comment