August 26, 2004

Plebbalegur dólgur!

Hver sagði að ég væri í pásu? Ekki ég. Málið er bara að ég hef verið svolítið upptekinn. Þynnkavinnameirivinnaenginnsvefn-syndromið. Veiki sem uppgötvaðist fyrir um það bil 4 árum þegar vísindamenn fundu leifar prímata sem búið höfðu í hellum á suðurhluta Norður-Englands fyrir rétt tæplega 146,03529 árum síðan. Talandi um prímata þá varð mér á um helgina að opna dagblað og rekast þar á mynd með vinnufélaga mínum þar sem hann er ber að ofan með um það bil 10 öðrum karlmönnum í lyftingarsal. Fokking hell hvað það var skarí. Samt fannst mér það líka fyndið því ég hélt alltaf að hann væri svona feitur. Ofvöxtur á kjöti sem lítur út eins og fita. Kannski er ég að misskilja eitthvað? Ætli þeir éti grasköggla til að hreinsa á sér garnirnar? "TREFJAR! Tvö kíló af graskögglum á dag koma heilsunni í lag!" Ég er ekki alveg að ná tilganginum með þessum járnalyftingum, með öðrum karlmönnum og vera í sífellu að gjamma eitthvað álíka og "Þú ert hrikalegur!," "Djöfull ertu köttaður!" og "Koddu í sleik!"

Á menningarnótt var tekið á því með Bjórmálaráðherra. Langt síðan ég sá hann og Stjána kærustuna hans. Rétt náðum fluvveldasýningunni. Fórum síðan að skoða listaverk og prófa logsuðuhjálma í Faxaskála. Svo lá leiðin á Kúltúra þar sem meirihluta vetrarins var eytt með skÍtölum. Bauð fjórum stúlkum upp í dans, sem fær mig til að spá í það hvort strákar væru hættir að bjóða stúlkum upp í dans? Þær voru eitthvað svo ánægðar með það og ég veit að það var ekki danshæfileikum mínum né útliti að þakka. Skilaði þeim svo til réttra eigenda og skemmti mér við að kynna mig fyrir bláókunnugu fólki sem "Birgir frændi þeirra". Fólk virðist almennt trúa því þegar maður lýgur svona í andlitið á þeim. Engum datt í hug að spyrja t.d. hvað móðir þeirra héti. Þá hefði leikurinn orðið stuttur. Fólk vill greinilega eiga stóra fjölskyldu? "Já, Birgir, blessaður. Hvað segirðu þá?" Gafst loks upp á þessu og sneri mér að manni kvöldsins....... Prins Vaaaaaaaaalíant! Jú var ekki kvikindið statt á Kúltúra!!!

Hér vil ég koma einu á framfæri. Ég ætlaði aldrei að kalla hann Prins Valíant beint í andlitið á honum. Of margir bjórar. Svo ég neyddist til þess að kalla hann Prins Valíant allt kvöldið. Veit ekki enn hvað hann heitir í alvörunni. Hafði lítið við hann að segja svo ég ákvað bara að tala um bílinn hans. Sem hræddi hann svolítið. Ég byrjaði nefnilega samræðurnar á því að segja við hann: "Prins Valíant maður, grár landcruiser er það ekki?, númerið IH-757?" Liturinn hvarf úr andlitinu á honum og hann varð svolítið hræddur á svipinn. Samræðurnar urðu svolítið einlitar eftir þetta. Hann kom alltaf upp að mér á 5 mín. fresti og spurði í sífellu: "Hvernig veistu bílnúmerið mitt?" Ég vildi nú ekki gefa upp rétta ástæðu og svaraði því bara: "flottur bíll maður" Svo stóð hann bara á barnum og leit alltaf í átt til mín og leit á vini sína og benti á mig. Kannski er hann hrifinn af mér eða eitthvað? Vill fá mig með sér í salinn að pumpa.

No comments:

Post a Comment