August 12, 2004

Ferðalag

Komið að fyrsta ferðalaginu í mörg ár. Ferðinni heitið á æskustöðvar tobbaliciousar. Ævintýramennskan þvílík að gist verður í tjaldi!!! Það hefur einmitt verið sannað að fleiri látast í slysum tengdum tjöldum en flugi. Þó ég sé nokkuð viss um að ef þú værir í fljúgandi tjaldi værirðu einungis slys í uppsiglingu. Hugsið ykkur bara hefðu íbúar New York litið upp 11.september og séð himininn fullan af fljúgandi tjöldum. Ég er viss um að einhver hefði sagt: "Þetta líst mér ekki á!" Talandi um 11.september blandað með örlítilli heimsku manna þá er ég alveg viss um að þegar fyrsta flugvélin skall á fyrstu byggingunni hefur heyrst í þúsund idíotum líta á félaga sinn við hliðina á sér og spyrja: "Sástu þetta?! Flugvélin fór beint á turninn!" Vona að þrátt fyrir ömulegar aðstæður hafi einhver haft vit á því að horfa í augun á fíflinu og segja: "Nei, hvar?"

Heimaslóðirnar sem sagt um helgina. Lofa drykkju og ólátum.

Annars get ég ekki orða bundist yfir pósti sem ég fékk í dag. Fékk póst frá fyrrverandi hjásvæfu og meðleigjanda sem var undirritaður "þín vinkona, XXXXXX"
WHAT?!!!! Ég er svo móðgaður! Get ekki skilið hvað fær einhvern sem maður átti í sambandi við í mörg ár að gera nokkuð þessu líkt. Sendi henni líka póst til baka þar sem ég hótaði henni ofbeldi og jafnvel dauða ef þetta yrði endurtekið.

No comments:

Post a Comment