August 9, 2004

Dauði

Mánudagur dauðans. Nenni þessu svoooooooo engan veginn. Ætla að halda upp á daginn með því að gúffa í mig beikon og egg samloku þegar ég kem heim. Majóið verður ekki sparað. Langt síðan ég hef fengið mér eitthvað almennilega sóðalegt.

Ég hlakka nokkuð til að koma mér út úr bænum um næstu helgi. Heimsækja gömlu æskustöðvarnar, vona að tilfinningarnar beri mig ekki ofurliði. Svo á sundlaugin að vera svo góð fyrir húðina, kannski að ég nái loksins þessu exemi sem ég er með á broddinum á geirvörtunum á mér?

Ég hef verið spurður að því uppá síðkastið hvort ég ætli ekki að halda aðra olíuglímukeppni. Ég hef ákveðið að láta undan þrýstingi og halda hana í byrjun september á eggerti. Þátttökugjald er 5000 kr og sú nýbreytni verður í búningum í ár að axlabönd verða ekki leyfð, ekki eftir þetta hræðilega slys sem varð í fyrra, og einskorðast búningurinn því einungis við bikinibuxur. Þátttökugjald verður að greiða fyrir 20.ágúst en þó er hægt að senda beiðni um undanþágu til mótsstjórnar. Ég hvet alla til að skrá sig því það væri gaman að bæta metaðsóknina sem var í fyrra.

No comments:

Post a Comment