August 5, 2004

Hrukkur og allt sem þeim viðkemur

Amazon kemur sterkt inn núna. Tveir hljómdiskar og tveir dvd á leiðinni. Primus-dvd, The Royal Tenenwhatevermaður, The Zutons og !!!. Núna get ég ekki beðið.... andskotinn hafi það!

Pantaði eftir nýju aðferðinni, tók af mér gleraugun og lét þetta í hendur örlaganna.

"Örlaganna! Ha ha ha ha haha! Og þú sem varst að kaupa diska! Ha ha ha ha ha! Þú ert svoooooooo hnyttinn!"

Einí.... vei....

Sometimes I feel
like I don´t have a partner
Sometimes I feel
like my only friend
is the store that I work in
the sto-whore of angels
lonely as I am
together we cry

Heyrði þetta lag áðan og var hreinlega búinn að gleyma því hversu gott það er og diskurinn allur í heildina.

"Ha ha ha! Ölög maður!"
"Ég get svo svarið það!, Breki Friðmar, ef þú kemur með þetta einu sinni enn þá drep ég þig! Og ekki svona CSI fallegt dráp heldur meira vatnsberamorð. Haltu nú kjafti í smástund og leyfðu mér að blogga."
"Ok, rólegur. Kannski eitt?... "
"Hvað?"
"Crane eða Grissom?"
"Crane eða Grissom hvað?"
"Dreymir þig þegar þú snertir sjálfan þig, homminn þinn?!!!!"
"Ó.... hélt við værum búnir að ræða þetta? Að hætta þessum barnaskap..... djöfull geturðu verið barna- og leiðinlegur stundum...... skammast mín stundum fyrir það að þekkja þig.... spegla það!"
"En það þýðir að ég sé gagnkyngirndur!"
"Hvernig þá?"
"Ef þú ætlar að spegla samkyngirnd þá hlýtur það að verða gagnkyngirnd, ekki satt?"
"Bíddu..... uuuuuuuuuuuu... jú.. svo sem... helv... ansk... var einhver að dingla?"
"Ég heyrði ekki neitt. Heyrðir þú eitthvað?"
"Ég get svo svarið að einhver var að dingla. Kannski er þetta kærastan þín?"
"En ég á enga kærustu!"
"Ææææææææhhhhhhhhh.... Breki litli á enga kærustu. Greeeeeeeeeyið Breki, finnur sér enga stelpu af því hann er svo mikill lúúúúúúúúúúúu-hú-húúúúúúúði!"
"Það er ekki eins og þú sért með stelpu."
"Allt annað mál með mig."
"Nú?"
"Já, ég á svo erfitt að sjá hvort stelpur séu hrifnar af mér út af persónuleikanum eða hvort þær girnist bara þessar sterkbyggðu sinar og þvottabretti af rifbeinum. Þú veist ekki hvað það getur stundum verið sárt að uppgötva að samband við stelpu hefur verið byggt upp á lygum.... ég er farinn inn í herbergi..... þarf smástund með sjálfum mér.... bú hú....."
"Djöfulsins kerling geturðu verið maður! Meðan þú vælir inni í herbergi þá ætla ég að taka nýtt með í bekk! TÓLF FOKKING KÍLÓ MAÐUR!!! ÉG ER AÐ FOKKING SPRINGA ÚR VÖÐVUM, viltu snerta, kelling?"

Best að koma sér aftur gang. Langar helvíti mikið í bíó í kvöld. The Collage er að heilla. Andsetið listaverk eitthvað... hljómar spennandi. Verð samt eiginlega að finna mér stelpu til þess að fara með mér í bíó.. ekki það að mér finnist ekki gaman að fara með Völundi (lesist Svörtu Sálinni) í bíó, það væri bara skemmtilegra með skemmtilegri stelpu... jafnvel leiðinlegri?

No comments:

Post a Comment