January 19, 2004

Anorexíudansinn

Hlustaði á útvarpið í vinnunni. Stillt er á lágmenningarstöðvar og neyðist ég til að hlusta á viðbjóðinn í 7 tíma á dag. Stundum þó gerast þar hlutir sem geta skemmt manni svo tímunum skiptir. Sérstaklega ef sá sem stjórnar þættinum opnar munninn. Tökum sem dæmi þetta:

"Þetta voru Stereophonics! Þeir koma frá Wales sem er einhvers staðar í Norður-Englandi!"

Yes it is, isn´t it?

Lenti líka í smá orðarimmu í búðinni. Kom á kassann ung kona og meðal annars var hún að kaupa poka af bómull. Svo eftirfarandi samskipti áttu sér stað á milli okkar. Kærastinn hennar var mjög þögull og skipti sér ekki af.

Ég renni pokanum af bómull í gegnum skannann og hélt á honum í höndinni og leit á stúlkuna.
Ég: "Ertu á túr?"
Stúlka: "Ha?!!"
Ég: "Nei. Sko. Kærastan mín kaupir alltaf svona eitthvað þegar hún er á túr."
Stúlka: "Ertu að meina dömubindi?"
Ég: "Hey!, ég spurði fyrst. Vertu ekki að grípa frammí fyrir mér! Ertu á túr eða ekki?!"

Þetta er vandamálið með stelpur. Kunna ekki að hlusta og reyna alltaf að koma manni í einhverja yfirheyrslu líkt og það sé eitthvað að MÉR! Lét hana heyra það og benti henni á það að hún myndi aldrei ná sér í almennilegan karlmann nema hún lærði að hlusta og svara síðan af hreinskilni. Er þetta allur árangurinn af kvenréttindabaráttunni? Konur sem eru það merkilegar með sig að þær geti ekki hlusta eða svarað einföldustu spurningum. Puff! Fær ekki að versla hjá mér aftur það er nokkuð ljóst.

Vil nota tækifærið og upplýsa það hér með að nú þekki ég stúlku sem á vinkonu sem notar álfabikar. Það hræðir mig svolítið. Mér finnst þetta svolítið eerie. Tree hugging hippies.

No comments:

Post a Comment