January 19, 2004

Pása???

Lítur út fyrir það að eftir þessa viku fari þetta blessaða blogg í smá pásu. EN það er þá alltaf hægt að lesa bara frá byrjun þangað til ég byrja aftur. Óviðráðanlegar aðstæður sem valda því að þessu ævintýri er lokið í bili. Ég kem samt aftur.... ekki gráta. Ég kem alltaf aftur. Mitt vandamál í lífinu, veit ekki hvenær ég á að hætta. Kannski losna ég við bakteríuna að þykjast hafa eitthvað að segja? "Blogg! Pútúí! Er það ekki bara eitthvað fyrir bólugrafna nörda sem skoða alltof mikið klám á netinu og reyna að bæta upp fyrir það með því að tala um gagnslausa hluti í dagbókarformi?" En það er einmitt góð lýsing á þér tobbalicious, segir fjöldinn þá við mig. Komdu þér í meðferð. Losaðu þig við klámfíknina og gerðu þér grein fyrir því að fólk les þetta einungis vegna þess að það vorkennir þér. Og móður þinni að þurfa að eiga þig að. 18 ára ábyrgð, nei tobbalicious, í þínu tilviki er þetta lífstíðarfangelsi sem greyið konan er komin í. Skammastu þín! Pútúí!, tobbalicious, pútúí!

Svo lesið nægju ykkar í þessari viku. Lesið líkt og þið hafið aldrei lesið áður, hvern er ég að blekkja, þið hafið aldrei lesið þetta er það? Ég kann ekki að skrifa og þið ekki að lesa. Hefði aldrei gengið upp hvort sem er sem sagt. Andskotinn. Hefði átt að sjá þetta miklu fyrr. Elska ykkur samt.

No comments:

Post a Comment