January 21, 2004

Byggja upp! Brjóta niður!

"Vitlu fá nafnspjaldið þitt aftur? Þá verður þú að kyssa mig." Þoli ekki þegar ég lendi í þessu í búðinni. Sko, það er elliheimili beint á móti búðinni og ég er orðinn fórnarlamb kynferðislegrar áreitni af hálfu einhvers gamlingjagengis sem kemur alltaf yfir þegar ég er á kassanum. Þetta er að verða óþolandi ástand. Myndi svo sem sætta mig við þetta ef það væru einhverjar myndarlegar stelpur þarna inni á milli. En nei, þetta þurfa náttlega að vera nördarnir af elliheimilinu. Bara einhverjar ljótar kellingar, ég hef nú samt séð nokkrar koma þaðan út sem ég myndi ekkert skammast mín fyrir að taka með í mat til mömmu. Hópurinn sem nú áreitir mig kemur alltaf inn um níu-leytið þegar minnst er að gera í búðinni og yfirleitt er sú sem vinnur með mér farin í mat. Þær eru yfirleitt 3-4 og ætla greinilega ekkert að versla neitt. Það mesta sem þær hafa keypt er einn pakki af extra-tyggjói og það var einungis vegna þess að ég var farinn að hágráta og hótaði að hringja á lögguna. Þetta byrjar voða saklaust hjá þeim, þær koma beint inn og umkringja mig á kassanum, segja eitthvað eitthvað það lágt að ég þarf að segja "ha?" og þá kemur fyrsta skotið frá þeim og veiðitíminn er hafinn. tobbalicious er bráðinn og hárbeitt skot frá uppþornuðum vörum gamlingjanna eru skotfærin.

"Ha?", segi ég, og veit strax að nú kemur það.
"Ha?, segir sá sem vill fá það í rassinn!" Ha ha ha ha ha ha ha!!! eða "Ha?, viltu kyssa mig? Varstu að segja það?" eða kannski "Hættu að tala og sýndu okkur á þér typpið. Svona sætir strákar eiga ekki að tala, bara sýna, SÝNA, SÝNA!!! Ú, við erum allar að hittna, er það ekki stelpur?"

Óþolandi. Ég er að segja ykkur það. Svo er ekkert sem fyrirtækið getur gert í þessu. Of fáir starfsmenn í öryggisdeild til þess að ég geti fengið vörð á meðan ég sinni vaktinni, engin hljóðupptaka með öryggismyndavélunum og svo eru kerlingarnar það kræfar að þær geta valsað um búðina án þess að við getum nokkurn tímann borið kennsl á þær. Þær bera nefnilega framan í sig sítrónusafa svo andlit þeirra sést ekki á myndböndum öryggismyndavélanna. Fyrirtækið hefur líka tjáð mér að það ætli ekki að leggja í aukinn kostnað og uppfæra kerfið til þess að þessi aðferð þeirra virki ekki. Auk þess sem það er alltaf hlegið að mér þegar ég er á skrifstofu fyrirtækisins að rekja mína raunasögu. Það getur svo sem vel verið að ég sé "karlmaður", "ungur og hraustur" og "hrist þetta af mér". Orð geta bara verið svo beitt og sært mann virkilega illa. Verst er samt þegar þær taka eitthvað af kassanum og láta mig elta sig um alla búð. Kasta síðan hlutnum á milli sín, mynda hring utan um mig og kalla síðan að mér virkilega niðrandi orð. Þessu fylgir kannski líka að þær sem ég sný bakið í klappa mér eða klípa í rassinn og láta eitthvað fylgja með eins og; "Farðu úr að ofan!", "Komdu og kysstu gamla konu" eða "tíkall ef þú sýnir okkur magavöðvana." Svo kasta þær í mig tíkalli. Ái.

Veit eiginlega ekki hvað ég á til bragðs að taka. Það er búið að skipta um allt í augunum á þeim og þær algjörlega tilfinningalausar gagnvart piparúðanum sem ég reyndi einu sinni að nota mér til varnar. Það æsti þær einungis meira, æptu upp yfir sig og vildu fá svona "tígrisdýr" sem einhver töggur væri í í rúmið með sér. Ætli það endi bara ekki með því að ég verði að segja upp vinnunni allt út af einhverjum vandræðagamlingjum. Sem mér finnst mjög leiðinlegt þar sem það hefur alltaf verið draumur minn að vinna í verslun. Búinn að vinna að því frá því ég var lítill polli og tók allt úr skápunum heima hjá ömmu, raðaði upp í hillurnar aftur eftir að hafa verðmerkt og lét svo kellinguna ekki komast í matseld fyrr en hún væri búin að renna því í gegn á "kassanum" sem ég hafði dundað mér við að gera úr pappakössum sem ég fann niður í geymslu hjá þeim ömmu og afa. Búðina kallaði ég Samúelsbúð því allir kassarnir sem ég hafði náð í voru merktir "Samúel töl. 24-67", Samúel töl. 68-102" og svo framvegis. Ég var voðalega stoltur af þessu en þetta fór illa í afa gamla og ég man hvað ég grét þegar einn daginn hann tók sig til og málaði yfir það sem skrifað var á kassana og heimtaði að "búðin" mín yrði að fá nýtt nafn. Hvað er að því að búð heiti Samúelsbúð????

Það eru nú til aðrar búðir en þessar, ekki satt? Ég hef bara lagt svo mikið af tilfinningum í þessa, MÍNA, búð. Þarna liggja mín tár,öll þau skipti sem ég hef legið á hnjánum á gólfinu og endurraðað í hilluna ákveðinni vöru þangað til ég hef verið 100% viss um það að hún sé boðleg kúnnanum. Grátið er tilfinningalausir og úrillir kúnnar vaða inn, rífa vöruna úr hillunni og henda í körfuna án þess að hugsa nokkuð til þess hve mikil vinna, sviti og tími hefur farið í að setja hana þarna honum til þægindaauka og, vil ég halda fram, gleði. Ég hef öxlina sem kúnnar geta grátið á, alltaf tilbúinn í faðmlag ef þess þarf og hika ekki við að skjalla hvern þann sem ég sé að þarfnast þess. Mitt er að gleðja og láta fólki finnast líkt og það væri heima í stofu hjá sér að versla. Svona nokkurs konar Hjallastefna eins og er á leikskólunum, fyrir utan það að ég er svo sem ekkert að hleypa kúnnunum inn eftir kyni eða skipta búðinni í tvennt, einn partur fyrir konur og hinn fyrir karla. Nei, hjá mér eru allir menn konur og allar konur menn. Læt líka kúnnana mína vita af því. "Þú þarft ekkert að skammast þín stelpa, því að þú ert líka maður." "Svona stattu þig stóri strákur! Ég veit að það er kona innra með þér sem bíður eftir því að fá að komast út." Þetta fær þeim til að líða betur. Ég finn það bara þegar ég sé tárvot augun af gleði horfa á mig. Fær manni til að líða vel í sálinni.

Talandi um að líða vel í sálinni þá hlustaði ég á Þórhall Miðil áðan. Hugsa sér hvað hann er heppinn maður! Væri ekki það sama ef hann héti til dæmis Þórhallur Blöndal. Stundum er bara eins og menn séu fæddir til þess að gera ákveðna hluti. Alla vegna þá var Þórhallur Miðill eitthvað að hjálpa fólki að komast í samband við ættingja sem komnir væru yfir móðuna miklu. Ég velti því samt oft fyrir mér hvernig maðurinn fer að þessu? Sko, því einu sinni var vinur minn með svona nýjan GSM-síma í láni þar sem hann gat hringt í tvo í einu og talað við þá báða samstundis. Einu sinni hringdi hann í mig sko og ég vissi aldrei hvorn vina minna ég væri að tala við: "Varst þetta þú Kalli? Varst þetta kannski þú Siggi?" Þórhallur Miðill nær alltaf að koma þessu rétt frá sér og klúðrar aldrei. Aldrei! Væri það ekki vandræðalegt ef hann myndi nú einhvern tímann ruglast og byrja að spyrja drauginn hvort hann kannaðist við þennann og þennann og héldi að hlustandinn væri draugurinn. Ha ha! Væri það nú ekki alveg milljón maður.


No comments:

Post a Comment