Búðarspjall
Vinna í gær. Var hér um bil búin að gera út af við mig en sem betur fer koma alltaf stundir þar sem maður sér skondnu hliðarnar á lífinu. Reyndar gerast þeir hlutir bara þegar ég er að vinna á kassanum og því spurning um að hætta sem vaktstjóri og taka bara að sér kassann alfarið? Skemmtilegt að eiga samskipti við lifandi, skemmtilega og virka einstaklinga.
Fyrir þá sem ekki vita þá er búðin mín beint fyrir utan elliheimili. Nei, ég verð að biðjast afsökunar á þessu, dvalarheimili vildi ég sagt hafa. Eníhú! Svo inn í búðina koma geðveik gamalmenni sem hafa varla hugmynd um það hvar í andskotanum þau eru. Ekki er fjölskyldan að hjálpa þeim og mér stendur ekki alltaf á sama þegar þau koma inn. Eftir fréttir í gær fylltist búðin af afar misjöfnum gamlingjum. Einn kom inn og þurfti að setjast niður eftir ferðalagið yfir götuna. Sat fyrir framan mig í um það bil 30 mín og ég var ekki alveg viss hvort hann hefði tekið sig til og drepist í stólnum eða væri bara að hvíla sig. Tók svo kerru og lagðist á hana til að taka þungan af löppunum og geta labbað um í búðinni. Þegar hann kom inn bauð ég góðan dag en bauð góða kvöldið þegar hann loksins komst að kassanum 3 tímum seinna. Þá búinn að ná einum hring í búðinni. Kannski ekkert til að gera grín að. Veit ekki. Hann getur ekkert að þessu gert en djöfull finnst mér fólk samt geta verið ómerkilegt!!!! Gamlinginn var með 20 kíló í tveimur pokum og notaðist við staf. Spurði mig hvort ég gæti aðstoðað hann við að fara með pokana yfir götuna og þó svo að ég MEGI ekki fara út úr búðinni þar sem við erum bara tvö datt mér ekki annað í hug en að aðstoða hann því hann leit ekki út fyrir það að geta komist heim með þetta. Á meðan hann biður mig um þetta standa tveir menn á fertugsaldri og þykjast ekkert heyra né sjá! Gamlinginn ákveður síðan að reyna þetta sjálfur, tók hann svona 5 mínútur að koma pokunum í hendurnar, þó svo að ég væri að hjálpa honum, og stafnum síðan fyrir í hendinni sem hélt á léttari pokanum. Hvað gera hinir fílelfdu afsakanir fyrir mannverur á meðan????? Blása úr nös og skilja ekkert í því hvað þetta "gamla helvíti" sé að eyða þeirra tíma. Mikilvægir menn greinilega þarna á ferð. FOKKKKKK!!!! Í alvörunni, er fólki alveg sama? Hefði tekið þá 1 fokking mín að hendast yfir götuna með gamla kallinum og kannski þeim hefði liðið örlítið betur í sálinni á eftir. Get svo svarið það að ef ég væri ekki tilneyddur til að sýna svona viðbjóðum almenna kurteisi hefði ég neitað að afgreiða þá og bent þeim að stunda viðskipti sín annars staðar. VIÐBJÓÐIR.
Kannski of reiður? Ég er kannski ekki barnanna bestur og ekki pólitískt réttur en ég hef þó vit á því hvenær maður Á að bjóða aðstoð og gera góða hluti. Svona framkoma hjá fullorðnu(?) fólki gerir mig ógeðslega reiðann. Ekki eins og maður tapi einhverju á því að gera það RÉTTA í stöðunni einu sinni á ævinni. FOKK.
Ætlaði reyndar að hafa þetta voða fyndið blogg en það er ekki lengur hægt. Því verðið þið að láta ykkur nægja þennan reiðipistil um viðbjóðina tvo sem ekki gátu hjálpað örmagna gamalmenni. Vona að þið drepist í hræðilegu "ekki hjálpa" slysi. Ekki þið, heldur þeir tveir sem horfðu á og gerðu ekki neitt. Hef fulla trú á því að átökin sem gamlinginn lagði á sig í gær kostuðu hann alla vegna 3 mánuði í hvíld til að ná sér aftur.
No comments:
Post a Comment