Endur taka.
Ég þarf svolítið mikið alltaf að hafa útvarpið í gangi í vinnunni. Ekki mitt val. En þá fæ ég líka að hlusta á auglýsingar frá myndböndum mánaðarins. Einhver þarf alvarlega að fara að hugsa sinn gang með þær blessuðu auglýsingar. Allar auglýsingar frá þeim sem ég hef heyrt ganga út á þessar þrjár línur til að hvetja fólk til að leigja myndirnar sem auglýstar eru:
-"Gagnrýnendur eru á einu máli að bla bla bla bla bla."
-"Hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda."
Einhæft kannski? En það besta er samt að þeir eru farnir að enda allar kynningar á myndunum á orðunum:
-"Mynd sem þú vilt sjá aftur og aftur!"
Gengur bara ekki upp. Glætan að það hitti þannig á að í hverri viku komi 5-6 myndir sem maður vill allar sjá aftur og aftur! Hvenær á maður þá eiginlega að gera eitthvað annað? "Nei, kemst ekki í vinnu í dag. Komu þrjár myndir út í gær sem ég get ekki slitið mig frá maður. Verð bara að sjá þær aftur og aftur. Auglýsingin sagði mér að gera það."
Talandi um að láta út úr sér vitlausa hluti. Á það til að vinna með stórbeinóttum stelpum. Þess vegna verð ég að hætta því að enda beiðnir mínar til þeirra á orðunum: "Reddar þú því ekki. Þú ert stór stelpa." Hefur farið svolítið fyrir ofan garð og neðan. Ég vil meina að þær séu fullorðnar en þær taka því sem svo að ég sé að minnast á stórbeinóttu þeirra. Svona eru strákar og stelpur mismunandi.
No comments:
Post a Comment