January 6, 2004

This one goes out to the one I ...........

Þá er ferðalaginu lokið. tobbalicious litli kominn heim á eggert og spáir mikið í framtíðinni. Er ekki best að við skiptum þessu í tvo kafla, Sardínusögur og svo SkítalaSkjóstæðingsSkíðaSkoðunarferðir. Þá þreyti ég ykkur ekki of mikið.

Ferðin hófst þann 21.des. Keflavick Æsland var staðurinn, tobbalicious var maðurinn. Flug..... england.... stansted..... 19 klukkutímar af bið. Það er skrítið að þurfa bíða í flugstöðvarbyggingu í 19 tíma. Maður lifir það svo sem alveg af held ég? Maður veit samt aldrei? Hvað ef ég skildi eftir hluta af árunni á klósettinu þar? "Það er gat á stærð við Suðurpólinn í árunni hjá þér!!!" Ósonlagið hvað? Nei, nei, við skulum bara láta sem svo að ég hafi komist heill og höldnu frá dvölinni í landi illtenntra. Nema hvað það gerðist undarlegur andskoti þegar ég steig upp í vélina sem flytja átti mig til Sardínu. Fyrir framan landganginn stóð roskinn englendingur með rödd sem var einhvers konar samblanda af barnaníðingi/fjöldamorðingja. Alltof róleg og eintóna til þess að maður gæti treyst henni. Hann spurði mig hvort það skipti máli hvort hann gengi inn í vélina að framan eða aftan. "Nei", sagði ég. Þá leit hann á mig og sagði með þessari rödd sem hræddi úr mér líftóruna: "Oh, you are such a good boy. But you forgot to shave, didn?t you? You naughty boy! He he he!." Svitaperlur. Eina lýsingin sem ég get fundið á ferð minni upp landstigann með þennan mann mér við hlið. Scary materfreakin' skítur.

Flug... Sardína.. Alghero. Flugið reyndist líka þessi mikla skemmtun þar sem einhverjum Sardínubúanum fannst rosalega fyndið að skella sér inn á klósett og fá sér eins og eina sígarettu. Sem þýddi það að flugstjórinn trylltist og hótaði um tíma að snúa vélinni við og láta okkur út á Stansted aftur. Eftir 28 tíma á ferðalagi og eyjuna í augsýn er það ekki yfirlýsing til að kæta mann. Íhugaði það alvarlega að gerast flugdólgurinn part due og skalla Sardínubúann kannski eina, tvær flugfreyju í leiðinni. Svona rétt til þess að koma skilaboðunum á framfæri. Svo, alveg að míga á mig þurfti ég að hanga í fullri vél í 20 mín meðan flugvallarstarfsmenn yfirheyrðu Marlboro-stúlkuna. Stundum þurfa lög götunnar að fá að gilda, ég hefði gefið mikið fyrir það að fá eins og 5 mín einn með henni inn á klósetti... efast ekki um það að restin af vélinni hefði gripið tækifærið á lofti. Henni myndi þá ekki detta í hug að reykja aftur um borð í fullri vél. Vonandi.

Rúta... Sardína.. Cagliari. Hvað er betra en skella sér í gott 4 tíma rútuferðalag eftir að hafa eytt 29 tímum í flugvélum og flugvöllum? Ekkert! FIre up the engine, mister busdriver and let's get this party on the road!!! Stundum vill maður halda að guðirnir hafi eitthvað á móti manni. Er einhver önnur leið til þess að útskýra það hvers vegna, í fullri rútu, maður velur sæti sem er beint fyrir aftan sætið sem er gallað og helst ekki uppi heldur er stöðugt í öftustu stöðu og grefst þess vegna í hnéin á manni? Held ekki. Til að gefa ykkur góða hugmynd um ferðalagið þá sat ég sem sagt aðþrengdur með skítalastúlku mér við hlið sem svaf það fast að á ákveðnu tímabili leið henni það vel að við vorum farin að "spoona". Rigning og myrkur úti, ég ekki búinn að sofa í meira en tvo tíma frá því deginum áður en lagt var af stað. Myndi brjóta niður minni menn, en tobbalicious er lunkinn í því að dreifa huganum og hugsa um allt annað en stund og stað. Þannig að leiðareinda var náð. Cagliari, "borg draumana", þar sem karlmenn ganga um í ökklasíðum púfffrökkum án þess að skammast sín í 15 gráðu hita og stúlkurnar skammast sín ekki við að ganga við hliðina á þeim. Skrítinn andskoti.

Deeza litla beið mín þar ásamt sérlegum aðstoðarmanni sínum Ivan. Ég veit, ég veit, skrítið nafn á skítala en þetta er líka land sem þrífst á óreiðu þannig að það er ekki einu sinni hægt að treysta á það að skítalarnir haldi í skítölsk nöfn. Hvað er annað hægt að gera eftir allt þetta ferðalag en að hella í sig Brennivíni, mandarínulíkjör, sítrónulíkjör, einum bjór og súkkulaðilíkjör? Mæli með því við alla að prófa það. Slakar á taugunum og þannig kemst maður líka betur inn í hugmyndafræði eyjarskeggja. Eða kannski verður maður bara fullur og svona nokkurn veginn sáttur við allt. Gaman að sjá gamla meðleigjandan aftur. Veit ekki hvort hún var ánægð að sjá mig eða alla pakkana sem ég kom með handa henni frá vinum og vandamönnum á skíslandi. Hallast þó frekar að því að það hafi verið ég enda búin að þurfa að umgangast stúlkudrengi í mánuði og sú veraldlega guðsgjöf af karlmennsku sem steig úr rútunni hefur væntanlega glatt lítið stúlkuhjarta. Fyrsta kvöldinu í Cagliari sem sagt eitt með Deezu og skítölskum félögum hennar, sem nötruðu í hvert skipti sem Karlmaðurinn hreyfði sig, óttann mátti sjá skína úr daufum augunum og er ekki frá því að einn þeirra hafi grátið ósanngirni þess að einum manni væri gefin þvílík karlmennska meðan aðrir þyrftu að láta sér nægja að lifa fyrir neðan karlmennskumörk.

Það skulu þeir fá að vita sem ferðast til Sardínu um miðjan vetur að ekki er hægt að treysta á hita í húsum. Skítakuldi á skítalíu. Þó svo tobbalicious hafi fundið sig vel utandyra klæddur í bol og gallajakka, þá var kuldinn innandyra nægur til að leggja jakuxa að velli. Sá brandari sem kallaður var "ofn" í íbúð Deezu var ekki nægilega fyndinn til þess að ég gæti hlegið í mig hita, meira þannig að ég var bæði frosinn af kulda og furðu yfir því að nokkur maður treysti á tækið til þess að hita svo sem eins og nöglina á litlu tá.

Nóg í bili krakkar mínir.....

No comments:

Post a Comment