January 8, 2004

I'm a talented boy!

Veit ekki af hverju ég nota svona oft upphrópunarmerki! Háður þeim núna! Get ekki hætt!!!!!!! Hjálpið mér!!! Nei, ég skal hætta þessari vitleysu. Höldum frekar áfram að segja skemmtilegar sögur af hassreykingum, misnotkun á áfengi og íþróttaiðkun á skÍtalíu. Allir með? Tilbúin? Hér hefst þá frásögnin. Fyrir neðan meina ég....

Við erum sem sagt stödd á skÍtalíu, nánar til tekið (minnir mig á að ég þarf að taka til) í Kalíarí sem er mjög sunnarlega á eyjunni Sardínu í Miðjarðarhafinu. Helstu persónur og leikendur eru Deeza og tobbalicious. Íbúðin er Deezu og hefur hún ákveðið að leyfa tobbaliciousi að gista í nokkrar nætur til þess að hann öðlist meiri skilning á högum sardínubúa. Því færir hún honum nokkra á dag til þess að tala við. Vandamálið er einungis það að sardínubúar tala voða lítið við tobbalicious og tobbalicious er íslenskur og á því mjög erfitt að tala þegar honum er varla svarað. Svo menningalegur ávinningur af þessari heimsókn er voðalega lítill. Nema hvað nú er tobbalicious ástfanginn af ítölsku söngvaskáldi sem kallað er Fabrizio De André. Genúabúi sem semur yndislega tónlist um myrtar gleðikonur, menn sem fremja sjálfsmorð vegna þess að þeir geta ekki lifað án kærustu og menn sem eiga kærustur sem elska þá ekki. Sorglegur, kannski en semur góðar laglínur. Það er smá fusion í þessu!!! (aftur upphrópun, tókuð þið eftir því?).

Jólin frekar skrítin. Haldin í eldhúsinu á via Carbonazzi. Deeza eldaði líkt og sönn skítölsk húsmóðir og bar fram hvern réttinn á fætur öðrum. Þrjár gerðir af ostum, salamí, skinka, brauð og reyktur lax í forrétt. Hell ye! (I know I need help) Hvað var svo??? Hmmm? Slepptum pastanu og hentum okkur strax í bonnrollið. Hef ekki hugmynd um það hvað það er á íslensku, svo þið verðið að láta þetta nægja. Gott alla vegna. Það megið þið vita. Auk þess bar stúlkan fram skinku og ost vafið inn í kjúklingabringur. FOkk hvað stúlkan getur eldað. Þá spyrja sumir sig hví læstu hana sleppa? FOkk dú I nó!!!!? Látið mig vera! Eftir allt þetta vorum við nokkurn veginn sprungin og gátum ekki meir. Létum því ísinn vera og skelltum okkur strax í pakkana. Opnuðum þá og vorum rosalega ánægð. Svo drukkum við áfengi þangað til við sofnuðum. Þessi jól verða samt þekkt fyrir það að verða SMS-jólin hin miklu. Sendi öllum sem ég þekkti SMS. Þegar það síðasta var loks sent datt nöglin af þumalnum en við náðum að redda því með UHU túpu sem Deeza geymir fyrir slíkar stundir. Jólin sem sagt fín. En dagurinn sem á eftir fylgdi var ennþá skrítnari.

25.des. Hvaða dagur er það spyrjið líkt og sá sem aldrei hefur heyrt minnst á 25.des. Ammæli. Hver á ammæli? tobbalicious. Hvað er svona merkilegt við það? Ekki neitt, ég veit, en vildi bara koma því að.

Næstu dagar liðu hjá mjööööög rólega og skemmtum við okkur við að leysa krossgátur og lesa íslensk tímarit sem Jó (sú sem við spörra er kennd) sendi Deezu. Komst þá að því að ég hata fólk sem er það vitlaust að vera gift í 80 daga. Var ekki eitthvað að áður en giftingin var ákveðin? "Ég hata þig en prófum samt að gifta okkur. Kannski læri ég þá að elska þig?" Stjúpitt idjots!!!!! Þau eiga þó alltaf myndirnar....... og reyndar helmingurinn af heimilum á Íslandi en það skiptir svo sem litlu máli, ekki satt? Vildi svo sannarlega trúa því að þetta verði öðrum víti til varnaðar en ég hef bara svo litla trú á öðrum að það verður það örugglega ekki.

Víst við erum að tala um fólk sem fer í taugarnar á mér þá skulum við aðeins tala um Hrönn Greipsdóttur. Hver er Hrönn? Hrönn er framkvæmdastjóri Hótel Sögu og ég varð fyrir því óláni að lesa grein um hana í 12. tölublaði Nýs lífs árið 2003. AAAAARRRRRGGGGGHHHHHH!!!! Hversu yfirborðskennt og óspennandi getur ein manneskja verið. Greinin er einhvers konar upptalning á því hversu mörg fyrirtæki í tískuheiminum Hrönn, vinkona mín, getur þulið upp. Hversu gaman hún hefur að því að fara til ákveðna borga í evrópu og versla í þekktum verslunargötum þar. Bladíbladíbladíbla. "Ég hef gaman að því að láta eftir mér..... kýs frekar dýrari hluti og vandaða.... svo förum við nokkrum sinnum á ári þangað og verlsum hér og þar.... get náttlega ekki farið út úr húsi án þess að vera með xxxxxxx veskið mitt, xxxxxx úrið á höndinni...... " Eins og ég sagði: Bladíbladíbladíbla!!!! Get a freakin' life! Endilega lítið á þessa grein, hún breytti mínu lífi. Veit það nú fyrir víst að ég ætla aldrei að gerast Hrönn Greipsdóttir, vonandi eru nú börnin hennar klædd í Börfokkingberí (kann ekki einu sinni að skrifa það, hvílík gleði) til þess að geta nú haldið haus í skólanum. Fekk itt maður, verst að Gucci skuli ekki vera að selja persónuleika með pilsunum.

Hættum nú aðeins í hatrinu og höldum áfram með ferðasöguna...

31. des var Kalíarí kvödd. Hélt í átt til skjólstæðingsins. I love the little bastard. Drullusá síðan eftir því að hafa skilið Deezu eftir, langað miklu frekar að vera þar... þó svo að Módelið frá Mílanó sé sætur strákur þá tel ég hana sætari. Og skemmtilegri. Oh. Ákvörðunin var tekin svo það var eiginlega ekki hægt að bakka út úr því. Skemmtileg lífsreynsla nr. 287: Ég og Deezin settumst upp í rútu sem bera átti mig út á flugvöll. Rútubílstjórinn hvatti okkur eindregið til þess að reykja inni í rútunni og spurði svo í mesta sakleysi hvort við vildum versla 75% ákavíti sem vinur hans væri að selja. Klukkan var hálf sjö svo hugsunin um það að versla 1 lítra af ákavíti var svolítið erfitt að melta. Þegar við sögðumst hafa lítinn áhuga á því vorum við og bílstjórinn ekki lengur vinir og talaði hann ekki meira við okkur alla leiðina út á flugvöll. Næst ætla ég sko bókað að versla af honum. Kyssti Deezina bless og flaug á stað. Enginn skítugur englendingur sem áreitti mig í þetta skiptið og komst heilu og höldnu á leiðarenda. Gleymi reyndar einu... þannig var að ég var langfyrstur til þess að tékka mig inn í flugið og var spurður hinar klassísku spurningar hvort ég vildi sæti við glugga eða gang. Reyndar að spá í það næst þegar ég verð spurður að þessu að biðja um sætið í miðjunni. Ætli einhver hafi beðið um það? Held ekki. Gaman að sjá svipinn á þeim: "Viltu sæti við glugga eða gang?" "Ég var nú að spá hvort þú ættir eitthvað laust í miðjusæti, helst við vænginn!?" En sagan er ekki þessi, heldur það að ég bað um sæti við glugga og þegar ég kem inn í vél og settist niður blasti ekki við mér gluggi heldur hvítur veggur. Glugginn fyrir aftan mig hafði svo þetta glæsilega útsýni yfir vænginn. Þetta er þá það sem kallað er blindflug. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt!!

Við erum þá komin á meginlandið og fínt að staldra aðeins við hér..... sjáum til hvort ég nenni að skrifa um slaxmálin í ölpunum við skítalska húsmóður. Stundum biðja þær bara um það, ekki satt? Nú heldur tobbalicious í bíó með ekki einni..... nei því mikill vill meira... heldur tveimur stúlkum. Önnur skítölsk en hin frá Kúrdistan. Þá er að komast að því hvort þetta land sé virkilega til og ef svo er rífast við hana allt kvöldið um að: "Glætan að þetta land sé til, ertu ekki bara að stríða mér?" Þangað til hún annað hvort ræðst á mig eða þá fer að gráta. Hætta skal nebblega leik þegar hæst stendur.

No comments:

Post a Comment