Bleh! Bleh! Bleh!
Það er janúar. Það er kalt. Það er mánudagur. Sjónvarpið er svo í þokkabót látið. Sem er kannski ekki svo slæmur hlutur. Nema hvað ég er háður fréttum. Engar fréttir í kvöld er ég hræddur um. Auk þess sem það pirrar mig "örlítið" að kvikindið er ekki nema 4 ára. Mér finnst það ekki góð fjárfesting.
Helgin var nokkuð góð. Jó og Spörri heimsótt á föstudag, með tilheyrandi rauðvínsdrykkju og slúðri. Svo kíkti ég til Ritstjórans þar sem staddir voru Pitti sterki frá Tálknafirði og einhver gaur sem einu sinni var í Subterrrrrrrrranean. Endaði náttlega í fylleríi. Skrítið hvað maður verður stundum fullur þegar maður er að drekka áfengi. Ætli það sé einhver tengin þar á milli? Sendi fyrirspurn á vísindavefinn. Reyndar týndi ég húfunni minni. Kom mikið fyrir bæði á skÍtalíu og nú einnig hér heima að fólki finnst gaman að taka af mér húfuna af mér. Næ ekki gríninu en er öruggleg fyndið. Ha ha ha ha. Drep þau seinna.
Laugardagur var svo rólegur. Fram að kveldi. Þá bauð Öli í matarveislu. Eldaði góðan pastarétt og svo drukkum við vín til að skola þessu niður. Stundum getur pasta verið leiðinlegt þegar kemur að því að kyngja, því er gott að hafa nokkra lítra af rauðu við höndina. Fórum svo niður á Kúltúra þar sem haldið var áfram að drekka. Svo náttlega að kynnast öllum nýju útlendingunum sem komnir eru til landsins. Kyssa líka þá sem komnir eru til baka frá útlöndum. Endaði með því reyndar að ég komst að því að ekki allir útlendingar elska mig. Var tobbalicious ekki fyrir fólskulegri líkamsárás aðfaranótt sunnudags!!! Já, ræðist ekki að mér skítugur útlendingur! Greip svo til þéttingsfast um háls mér og faðmaði mig einnig. tobbalicious er svo sem enginn slagsmálahundur en kann þó að verja sig snérist því til sóknar og losaði dverginn af sér. Sem endaði með því að dyravörðurinn snéri tobbalicious í gólfið en sagan endar þó vel því vitni voru að árásinni og var því útlendingnum hent út með því sama og tobbalicious gat haldið áfram skemmtuninni.
Dró með mér "vinkonu" mína á 22 og hittum þar fyrir Stjána, Grím og einhverja stúlku sem sagði mér til nafns en glætan að ég muni það í dag. Hér verð ég að koma á færi afsökunarbeiðni því í annað skipti á ævinni tókst mér, algjörlega fyrir slysni, að koma höndinni á mér fyrir þéttingsfast um brjóst vinkonu. Fórnarlambið í þetta skipti var Stjáni en veit það að Fröken Dóra hefur ekki borið þess bætur síðan höndin á mér læstist um brjóst hennar fyrir einhverjum árum. Verð að hætta þessu, sérstaklega vegna þess að ég ætla mér ekki að gera þetta. Einhvern veginn hittir alltaf svona á. Reyndar held ég að þetta sé fyrsta brjóstið sem ég snerti frá því ég áreitti Fröken Dóru um árið.
Á sunnudag endurnýjaði ég svo kynni mín við búðina mína. Kominn í sama gamla. Sem einhvern veginn eykur enn á þunglyndi dagsins í dag. Síþreyta! Síþreyta! Ég er að safna mér í síþreytu! Hvílik gleði! Loksins eitthvað sem ég er góður í.
Heyri í ykkur seinna.
No comments:
Post a Comment