January 15, 2004

Bið um grið.........

Leikurinn að sprengja plastkúlur er brillíant tómstundargaman sem ég get stundað í sólahring án þess að fá leið á því. EN NÚ hef ég fundið nýtt tómstundargaman sem mig langar miklu meira að prófa. Vantar reyndar félaga til þess að leika með mér. Hér er það sem ég læt mig dreyma um að leika mér við í alvörunni en læt mér nægja þennan internetleik á meðan. Leikur


Má ég leika?, spurði Guðný vinkonu sína.

Kannski best að hætta svona hugsunum og snúa sér að því að klára söguna. Ferða það er að segja. Við vorum sem sagt komin til meginlandsins. Þurfti auðvitað að bíða eftir skjólstæðingum því skítalir eru listamenn í því að koma alltof seint. Eníhú.... fyrsta spurning skjólstæðingsins (kl.11 að morgni): "Búinn að fá þér bjór?" Nei. Ekki það að mig langaði ekki bjór, meira þannig að mér fannst það illa gert að hella í mig rétt áður en ég átti að hitta fjölskyldu hans.

"Mamma. Pabbi. Þetta er tobbalicious, aðstoðarmaður minn á Íslandi."
"Hikk! Bleeeesssahi féla-ah. Hva segi-ih godd."

Við tók svo ökuferð upp í alpana. Stóð ekki alveg á sama að skjólstæðingurinn væri að keyra. Hann á það nefnilega til að vera að hugsa um eitthvað allt annað en það sem hann er að gera þá stundina. Komumst þó heilu og höldnu til Gressoney sem er lítill bær í ölpunum. FInnið hann bara í atlasnum sem þið fenguð í stúdentsgjöf. Loksins not fyrir hann. Þetta yrði sem sagt nýja heimili mitt næstu 5 daga. Ekki mikill bær svo sem, miðbærinn var eiginlega allur bærinn. Samt er geðveikt flott þarna, fjallgarðar báðum megin við og á kvöldin blasir Oríon við á himni. Nóg af náttúrulýsiningum!

Héldum áramótin hátíðleg, ég og skjölli, á heimili hans. Vorum bara tveir og svo sem ekki mikið að segja frá. Helltum í okkur víni og svo var allt í einu bara komið nýtt ár. Hentum okkur í (mið)bæinn og hlustuðum á cover-band dauðans sem gaf íslenskum sveitabala hljónsum ekkert eftir. Samt flottari söngvari. Svo var haldið á Creperíuna til þess að halda drykkjunni áfram. Þar var voða stuð og því miður líkt og ég átti eftir að kynnast þegar leið á dvöl mína í Gressoney, eina stuðið sem var. Tókst samt, þegar heim var komið og við farnir að sofa, að detta niður af efri hæð kojunnar og rústa á mér rassinum. Haltraði eins og fífl daginn eftir og skjólstæðingurinn skemmti sér við það að stoppa alla sem hann þekkti út á götu og segja þeim hvað hafði komið fyrir um nóttina. Hvað við hlógum. Ha! ha! ha!

Engin skíði sem sagt þann daginn. Henti mér svo á skíði þann annnnnnannnnnn og skemmti mér. Síðan voru það snjóbretti þann þriðja. Dauði og djöfull! Dauði og andskotans djöfull! sem það er bæði skemmtilegt en jafnframt erfitt. Stóð ekki í freakin lappirnar og lá meira á grúfu heldur en að standa uppréttur á brettinu. Lenti svo í því skemmtilega atriði eftir að hafa komist um það bil 10 metra niður brekkuna að fyrir framan mig liggu barn sem hafði tekist að sjálfsdáðum að detta. Hágrenjandi krakkinn tilkynnir síðan móður sinni með stolti að það hafi verið ég sem keyrði það niður. Sem náttlega gerði kellinguna brjálaða og heimtaði hún nafn og símanúmer því ef barnið (sem þá stóð í lappirnar, grenjandi enn) væri fótbrotið fengi ég svo aldeilis að borga. Það sem ég er heiðarlegur og góður strákur þoldi ég ekki að logið væri upp á mig og gargaði því á móti á skítölsku. Endaði með því að þær komu sér loks í burtu og ég gat haldið áfram að láta mig detta á 5 metra fresti. Komst hálfa leið niður fjallið og gafst þar upp. Lappir ónýtar og aumur rassinn farinn að láta vita af sér.

Tók því lyftuna niður. Hitti þar þrjár lögfræður (er þetta ekki pólitískt rétt svona?) sem létu mig hafa símanúmerið hjá sér og ætla að koma og heimsækja mig. Allir skítlendingar sem ég hitti þarna úti urðu bæði ástfangnir af landi og dreng. Því má búast við innrás skítlendinga þetta árið. Verst að ég er svo illa staddur fjárhagslega að ég verð að rukka fyrir þær skoðunarferðir sem ég fer með þeim í. Kannski ég bjóði þeim líka gistingu? 5000 kall á nóttina og loforð um það að ég reyni ekki við þau. Ekki slæmt tilboð það.

Aumur um allan líkamann ákvað ég að fara ekki í hlíðarnar síðasta daginn. Sá fram á það að hafa ekki einu sinni styrkinn í að taka með mér handfarangur. Flogið heim þann fimmta. Fékk sem betur fer félagsskap alla leiðina. Vorum þrjú saman. Ríkharður, skítali sem hér er búsettur, grét það að þurfa að skilja við heimaland sitt. Marcella, skítala sem hér skiptir nema, grét það að hafa skilið við Ísland og snúið heim. Hana skil ég vel. Amma hennar dó, kærastinn sendi tölvupóst til að segja henni að hann væri ástfanginn af íslendingu, pabbi hennar veiktist illilega og lá öll jólin og áramótin einnig í rúminu og mamma hennar neitaði að elda því hún þurfti að einbeita sér að fullu að koma eiginmanni sínum aftur á fætur. SLÆM JÓL!! Mjög slæm.

Komst því heill heim. Grét líkt og alltaf þegar flugfreyjan bauð okkur velkomin til Íslands með orðunum: "Velkomin heim!" Gera þetta bara til þess að gera grín, held ég.

Þá er sagan búinn. Náði einhvern veginn að skrifa helling um þetta en samt gerðist eiginlega ekki neitt.

Fyrir þá sem nenntu ekki að lesa alla söguna þá er hún hér í styttri útgáfu: Keflavík-London-Sardína-Mílanó-Gressoney-Bergamo-London-Keflavík. Hefði getað komist upp með að segja hana svona held ég?

No comments:

Post a Comment