Þjáist ég?
Hættur að sofa. Sem er nokkuð gott á mig því í tíma um daginn var ég spurður að því hvenær ég svæfi. Ég sagði: "Aldrei!" Allir hlógu voðalega og fannst þetta fyndið. Í dag hlæ ég ekki. Ég sef nefnilega aldrei. Verð orðinn góður eftir tvo daga í viðbót. Tók eftir því að það eru myndalegir fjólubláir baugar komnir undir augun og get ég því ekki notað linsurnar, gleraugun fela þá þó þokkalega. Samt fara þeir að ná þeirri stærð að gleraugun tolla ekki á andlitinu þó mitt góða nef hafi nú alltaf gert sitt besta til þess að standa sem lengst frá andlitinu. Ég held vegna þess að það skammist sín fyrir andlitið. Snobbnef tobbaliciousar.
Ég hef þá alla vegna tíma til þess að blogga ekki satt? Verð að hætta því að nota þennan hátt við að enda setningar ekki satt? Ekki satt. Veit barasta ekki af hverju ég nota það. Ekki eins og ég sé að bíða eftir svari. Held maður noti þetta til þess að neyða aðra til að taka undir skoðanir sínar. Dæmi:
Kærasta: "Ég lít helvíti vel út í þessum kjól, ekki satt?"
Kærasti: "Svona lala. Ekkert sérstök svo sem."
SLAMMMMM!!!!!!!!!!!!!
Kærasti: "Sigga! Komdu út af klósettinu. Hvað sagði ég? Eitthvað vitlaust?"
Hvað er með stelpur og það að reyna alltaf að fá mann til að ganga í gildrur. "Eitt-núll fyrir mér! Hárugi mannapi!" Ég skal svo sem alveg gefa þeim að það er að nokkru leyti okkur að kenna því við erum yfirleitt það "óskynsamir" að við gleymum oft að velta fyrir okkur hvað við erum að láta út úr okkur.
Stelpa: "Mér þætti vænt um það ef þú gætir tekið upp skítugu sokkana og nærbuxurnar þínar."
Strákur: "Já, mér þætti líka voða vænt um það ef þú myndir halda kjafti."
Þarna myndi maður halda að staðan væri nokkurn veginn jöfn. En nei. Auðvitað var það sem VIÐ sögðum miklu verra, því við erum "tilfinningalausir hálfvitar". Stundum skil ég bara ekki stelpur. Enginn húmor í þeim.
Er búinn að eignast nýja vinkonu. Haldið ykkur nú, því fyrir áramót var ég iðinn við að rakka þennan þjóðflokk niður og minnir að orðið geðveikir hafi oft komið fyrir í reiðipistlum mínum um þetta fólk, en hún er nameríkani. Á dauða mínum átti ég von. Samt er nú alltaf hægt að finna eitthvað sem þetta fólk tekur uppá sem fær mann til að flissa. Þannig er að hún titlar sig írskan-kaþólikka. Á íslensku útleggst það heiðingi, held ég? Alla vegna þá titlar heiðinginn sig írskan-kaþólikka og er mjög stolt af uppruna sínum og það gaf mér góða hugmynd um hvað ég ætla mér fyrir í framtíðinni. Nú fylgi ég í fótspor föður míns, flyt til Svíþjóðar og læri það hvernig best ég get blóðmjólkað félagsþjónustu þeirra svílendinga(?), nema hér kemur sá partur sem mun gera mig að föðurbetrungi. Ég neita að kalla sjálfan mig annað en íslenskan-mótmælanda. Fer svo í pílagrímaferðir til
Eisleben til að komast í nánari tengls við uppruna minn sem mótmælanda. Geng með hálsmen úr gulli, exi að sjálfsögðu, og útskýri fyrir öllum sem spyrja mig: "Yes, do you know Skálholt? That´s where we took the head of the pagan, Jón Arason. It was a proud moment in our quest for a lutherian republic instead of a catholic dictatorship."
Ætli hún verði móðguð ef ég byrja að kalla hana Kennedy? Fer að ganga í öllu appelsínugulu og segist gera það til að sýna samstöðu með henni og öllum félögum hennar sem fallið hafa í baráttunni á Írlandi. Maður verður stundum að sýna að maður er meðvitaður um það sem gerist í kringum sig. Ég er nú í háskólanum og á að heita menntamaður. "I would just like to apologize for the way our people have treated your people." Svona fyrsta skrefið til að sýna fram á að við getum lifað saman í sátt og samlyndi.
No comments:
Post a Comment