17. júní!
Nei það er ekkert 17.júní.. en ég er nokkuð viss um það að þið vissuð það. Ekki? Nú jæja! Skrúðganga!
Byrjar illa svo þetta getur ekki annað en versnað. Fyllerí í gær og mér sýnist ég ekki fá að taka pásu fyrr en á sunnudag. Sem er svo sem ekki vandamál. Þetta er samt bara flashback. Nákvæmlega það sem ég var að gera fyrir ári síðan. Ég var í partý í gær þar sem eitthvað skÍtlendingapar var í líka. Mér líður svo illa því stúlkan var viðbjóðslega sæt og ég gat bara ekki hætt að glápa á hana. Með opinn munninn og allt. Það fór geðveikt í taugarnar á kærastanum. Sem ég reyndi að halda uppi samræðum við en það var bara svo erfitt. Helvítis sætu stelpur.
Ef það er einhver huggun skÍtalakærasti þá leið mér hræðilega illa þegar ég hugsaði mjög óhreint um skÍtalakærustuna þína.
No comments:
Post a Comment