October 8, 2004

Man varla..

..hvenær ég fór síðast út úr húsi. Stundum gleymi ég því bara. Vona að þjóðfélagið rúlli áfram án mín, það væri helvíti leiðinlegt að sjá kaos á götum úti og gamlar konur berja verkfallsbörn úti á götu. Nei... það væri gaman að sjá það. Alltaf gaman að sjá gamlar konur berja aðra en mig. Svona einu sinni.

Annars er ég kominn í sama far og í fyrra, mér hundleiðist í háskólanum og þar gæti ástæðan fyrir því hversu latur ég er að kíkja út fyrir legið. Kíkja út fyrir legið! (hí hí hí) Djöfull er ég brjálaður. Það ætti nú bara að loka mig inni á einhverjum svona stað fyrir ekki geðsjúklinga heldur meira gaura sem eru svo klikkaðir að þeim er alveg sama hvað þeir eru að segja. Ég myndi pottþétt ekki fá vinnu á Mogganum: "Nei, tobbalicious, þú ert bara alltof villtur! Skrif þín myndu valda usla í þjóðfélaginu sem við getum ekki verið ábyrgir fyrir." Þarna sjáið hversu erfitt þjóðfélagið getur reynst mér.

Nú er ég með tvær stúlkur á fullu í því að reyna að finna handa mér húsnæði í Bologna til þess að áform mín um flutninga gangi eftir. Þá er bara að sjá til hvort ég standi við minn helming af því? Skil ekki af hverju mér finnst svona erfitt að gera þetta, ég á ekki barn, ekki kærustu, ekki líf og drulluleiðast þessir copy/paste-dagar sem líða framhjá áreynslulaust. Ég veit ég hef svo gott af þessu en samt.... ég kalla það aumingjaskap.

Ég ætlaði að bjóða fólki á Uxa '95. Man ekki hvort ég var búinn að bjóða þetta áður en nú stendur fólki sem sagt til boða miðar á hátíðina og fyrstu 20 miðunum fylgir einnig hljómdiskur hátíðarinnar. Áhugasamir hafi samband í gegnum commentin.

No comments:

Post a Comment