October 3, 2004

Van-brigði Morrison

Ég labbaði út eftir klukkustund. Hann var raddlaus og hljónstin máttlaus. Bjóst við miklu meira af honum. Svona er lífið.

Henti mér til Jó með Völundi... skreið heim með franskar í frauðplasti alltof snemma... í morgun. Búin að dansa okkur í gegnum alla skemmtistaði miðbæjarins. Á leiðinni týndum við bæði Smarti og Völundi en það virtist ekki hefta okkur í dansinum... ég verð að fara að láta líta á mig. Er eðlilegt að einn maður hafi að geyma svona mikinn dans?

Fór inn í, ætla ég að fullyrða, flottustu íbúði í miðbænum í gær. Smartland er viðbjóðslega flott land. Ef Smartland væri bekkpressa þá væri það heil 150kg.

Prófaði nýja staði sem ég held að ég fari ekki aftur á... það var ekki alveg ég... þó svo ég held ég geti aldrei farið á 22 aftur eftir strákapör Jó´s í gær. Sem ég var skammaður fyrir. Ég verð þá bara einn í partý heima hjá mér. "Partýið er hérna bakatil."

No comments:

Post a Comment