Aldrei hungraður aftur
Jó skilur þetta. Sleppum því.
Eitt sem ég lenti í um helgina sem ég er enn að hugsa um. Þannig var að ég og Jó vorum að ganga út af einum staðnum af þeim þrjátíu sem við fórum inn á. Þegar við erum á leiðinni út ganga fram hjá okkur tvær stúlkur sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað önnur þeirra grípur þéttingsfast í klofið á mér. Er þetta eitthvað sem stelpur eru að fíla? Gæti það verið að þess vegna sé ég ekki að ná mér í stelpu? Ég er að gæla við þá hugmynd að prófa þetta um næstu helgi, af hverju að bíða fram að næstu helgi? Geri þetta bara næst þegar ég sé stelpu sem mér finnst sæt. Bein með lófann í klofið á henni og kynni mig síðan: "Hæ! tobbalicious. Hvað heitir þú?"
Ég er alltaf að lesa þetta í tímaritum. Maður á að fylgjast með líkamstjáningu stelpna (þetta er svo líkt skepna að það er hálf skarí) til þess að skilja þær. Ég er samt svolítið hræddur við að prófa þetta, sérstaklega eftir síðustu tilraun. En þegar ég lít núna til baka veit ég að það var bara asnalegt að burðast með Betty Crocker-krem á djammið. En það er eitthvað sem segir mér að þetta með klofgripið eigi eftir að virka.
No comments:
Post a Comment