October 1, 2004

Ekki horfa!

Erfitt að koma sér aftur í námshugleiðingar eftir svona smá pásu... ha ha ha eins og ég hafi verið byrjaður! Það er samt gaman að þykjast.

Held að Nicoletta hafi í alvörunni rifbeinsbrotið mig á bjórhátíðinni því þessi stingandi sársauki ætlar ekkert að hverfa. Reyndar kemur hann bara þegar ég anda svo lausnin hlýtur að liggja í því að ná að anda bara með hægra lunganu. Ætli það sé ekki hægt? Hlýtur bara að vera spurning um að einbeita sér nógu mikið.

Nú er ég í alvörunni farinn til þess að gera heiðarlega tilraun til þess að læra. Sjáum til hvernig fer.

"Io t´ho amato sempre. Non t´ho amato mai."

No comments:

Post a Comment