October 25, 2004

Sææææææætur!

Maður ætti auðvitað að vera uppi með sér þegar maður fær þetta beint í andlitið. En mér finnst alltaf líkt og það séu ekki réttu konurnar sem segja það. Þessi var um það bil fimmtug og stóð ekki í lappirnar sökum ölvunar. Þegar ég hafði komist yfir sjokkið og svarað, "Jú. Mjög sáttur," snéri hún sér að Jó og reyndi við hana. Jó stelur alltaf af mér öllum stelpunum. Eyðileggur sjálfstraustið hjá mér að fara út með henni.

Það gæti samt verið peningur í þessu? Blindi gígalóinn! Vafra um dimm svefnherbergi úthverfanna leitandi að gleraugunum. "Hættu þessu! Hvað gerðirðu við gleraugun mín... mig langar heim... mér líður ekki svo vel... bú hú hú.." Nei, ég held ég haldi mig við misheppnaðar tilraunir við jafnaldra. Hitti eina um helgina sem öskraði á mig. Og ég var ekki einu sinni að reyna við hana! Þannig eru áhrif mín á konur sterk. Þarf bara að standa nálægt þeim til þess að vekja hjá þeim velgju. "Láttu mig vera! Stattu þarna hinu megin! Ekki nálægt mér!" Ætli ég verði ekki að kenna um of miklum kynþokka? Þær hræðast þann blinda.

Veit ekki hvort það sé rosalega sniðugt að bjóða útlendingum gistingu. Sérstaklega þeim sem eru sérstaklega til þess komnir að detta í það og skemmta sér. Virðast einhvern veginn smita frá sér áfengisþorsta. Og það veit Davíð Oddsson að ég á mjög erfitt að segja nei. Veit ekki hvernig mér tókst þetta í fyrra. Það er samt ljóst að nú er ég orðinn of gamall. Sleiki sárin í dag.....

Ég gleymdi! Eldaði saltkjöt handa útlendingnum í gær. Aldrei hefði ég giskað á að ég hefði gert það. Þetta er svona matur sem ég læt nægja þegar ég skrepp í mat til ömmu og afa. En nú sé ég fram á það að gera þetta á hverjum sunnudegi. Hræódýrt og ekki svo sem mikil eldamennska sem fylgir. Svo er þetta helvíti gott þó svo að útlitslega mætti það fara í smá nip&tuck. Nú er bara að bjóða einhverjum í bjúgu... þau bíða þess bara að komast í pottinn.

No comments:

Post a Comment