October 29, 2004

Mannlífsrannsóknir

Stundaði smá mannlífsrannsóknir í gær. Fór og fékk mér bjór með skÍtalanum sem gisti hér og öðrum til. Sófinn er sem sagt laus ef einhver var að spá. Að horfa á skÍtala horfa á stelpur og tala um stelpur er góð skemmtun. Vildi að ég hefði verið með vídeókameru á mér. Fokk hvað þetta var æðislegt. Svipbrigðin og handahreyfingarnar sem fylgdu með voru líka æðislegar. Verð að læra þetta.

Þeim fannst rosalega merkilegt þegar Björk gekk inn á staðinn en ekki mér. Mér fannst miklu merkilegra að þarna inni var enginn annar en Páll Banine fyrrverandi söngvari Bubbleflies og aðalleikari í Blossa (Þóra Dungal... nei ég held ekki). Stundum heldur maður að einhver hafi látið lífið en svo birtast þeir bara sprelllifandi fyrir framan mann! Verð að viðurkenna að ég hvítnaði aðeins í framan þegar ég fyrst sá hann þar sem ég hélt að þarna væri kominn afturganga.

Svo fór ég bara að hlæja... rifjaði líka upp söguna þegar hann kastaði glasinu á eftir fyrrverandi ritstjóra Fókus. Ha ha ha! Gömlu góðu dagarnir.

No comments:

Post a Comment