October 10, 2004

Kópavogur?

Nú er illt í efni. Þannig er nefnilega mál með vexti að sumir halda það að ég elski Garðabæ. En þannig er það ekki. Málið er ekki að ég elski Garðabæ eða vilji veg Garðabæjar sem mestan. Ég hata alla þessa staði jafnt. Þetta er allt saman eins og Macdonalds. Drive-thru. Það er engin ástæða til þess að stoppa. Ef maður myndi stoppa þá væri það einungis til þess að athuga hvað maður hefði keyrt á, hvort hann andaði ennþá og svo til þess að gera upp hug sinn hvort maður myndi hringja á sjúkrabíl eða ekki.

Ég er eiginlega búinn að setja mér það takmark að koma á stað illindum milli þessara staða. Nú þarf ég að búa til slagorð fyrir Kpv og benda þeim á að Gbr hafi ekki tekið illa í hugmyndir mínar um slagorð. Svo þegar Gunnar Birgis er búinn að svara mér sendum við á Hfn. Vonandi fer þá boltinn að rúlla og ég get horft á úr fjarska meðan innbyrðis deilur nágrannabæjarfélaganna magnast.

Eða þá að ég sleppi því bara. Nægur tími, enginn metnaður.

Engin stelpa sem bauð mér síðan í partý. Er ég að tapa sjarmanum? Hvar er ég að klikka? Kannski of mikill sjarmi? Já, ég ætla að hallast að því. Djöfull eru stelpurnar hræddar við mig að því ég er svo æðislegur! Tvisvar! Jafnvel þrisvar.

Kannski er þetta bara hið besta mál? Ég get þá lagt meiri áherslu á það að skúra betur og taka ekki til heima. Í þeim töluðu orðum er ég farinn að skúra...

No comments:

Post a Comment