October 12, 2004

Mánudagkvöld... sem betur fer ekki til í sprautuformi

Ég er orðinn háður Skjá einum á mánudögum. One Tree Hill. Ó beibí! Krakkar krakkar krakkar. Hverju lenda þessir krakkar ekki í? Ég hef nefnilega heyrt að þetta sé í raun byggt á raunverulegu lífi í alvöru krummaskuði. Í rauninni þá er þetta besta og sannasta raunveruleikasjónvarp sem til er. Af því þetta er satt. Í alvörunni.

Talandi um raunveruleikasjónvarp. Survivor. Jææks! Það sem er hvað best við þessa seríu er að þáttastjórnendur eru farnir að skafa botninn í mannlegu samfélagi. Það er æðislegt að fylgjast með þessu. Vælið: "Það... það.... er frumskógur öðru megin... og.. og... sjór hinu megin! Hvernig er hægt að ætlast til þess að nokkur lifi við þessar aðstæður?!!!" Tveir bestu punktar kvöldsins voru þó annars vegar þegar stúlkurnar fengu aðstoð innfæddra og það fyrsta sem hann gerði var að klifra upp í næsta tré og ná í kókoshnetu. Bravo! Klapp! Klapp! Klapp! Hefði ég verið hann hefði ég bent þeim á að þær væru eitraðar og horft síðan á þær visna upp og deyja. Álíka heimskulegt var svo að fylgjast með einum karlanna standa í fjöruborðinu og bíða eftir því að fiskur stykki upp úr og beint á skutulinn sem hann hélt á í höndinni. Næst legg ég til að annar hópurinn verði apar og hinn menn. Svo látum við þá berjast til dauða.

Grissom. Meira hef ég ekki um málið að segja. Afgreiddi það inni á klósetti áðan.

Þetta er mitt heróín. Hættur að lifa fyrir helgarnar, nú eru það mánudagskvöld.

No comments:

Post a Comment