October 20, 2004

Varla kannski

Ég er bara ekki andlega reiðubúinn undir þessa daga. Skólinn er ekki alveg að kveikja í mér og það að búa tveir í 35 fm íbúð er þröngt. Svolítið sveitt líka. Smá erótík fyrir stelpurnar. Erótík.... stelpur.... ég veit hvar ég enda þegar þessi póstur er kominn inn. Ég verð að passa mig...

Nú er tónlistarhátíðin að skella á. Var það heppinn að fá miða næstum því ókeypis.. annars hefði ég nú ekki verið að skella mér. Þetta er samt alltof mikið af drasli sem er í gangi. Hlaup fram og til baka um miðbæinn það sem koma skal næstu daga. Nema ég sitji bara heima alla dagana? "Ég á miða þess vegna þarf ég ekki að fara. Það er svo fokking kommersjal að fara!"

Fór með svíann í skoðunarferð um helstu staði rvk. Breiðholtið og Árbærinn voru skoðaðir með því að leiðarljósi að kynna honum fyrir ghettóinu. Víti til varnaðar. "Ef þú passar þig ekki strákur þá endarðu hér. Þín eigin þjóð sendir þig hingað sem flóttamann og dæmir þig til þess að vinna í fiskvinnslu eða skúringar í þessu veðrarvíti!" Aldrei séð einn mann hvítna jafn mikið og þegar ég dró hann inn ganginn á Jöfrabakka. Heilu fjölskyldurnar sem lágu í eigin ælu með sprauturnar og landaflöskurnar standandi út úr handleggjunum. Þetta kennaraverkfall er ekki að virka.

Lét hann svo standa fyrir utan félagsmiðstöðina í Árbænum þangað til það leið yfir hann af hræðslu. Brjóta niður til þess að byggja upp. Gunnar Eyjólfsson, ég biðst hér með afsökunar að hafa ekki mætt í fengsúí-kennsluna til þín líkt og við höfðum talað um. Svona sértrúarsöfnuðir hræða mig bara svo.

Talandi um sértrúarsöfnuði þá hef ég fengið nokkrar fyrirspurnir um það hver skerta sé. Ég hef gert mitt besta til þess að komast að því. Með mikilli rannsóknarvinnu og mútum hefur mér tekist að komast að því. Hún er víst 43 ára sjómaður frá Grindavík. Hún hefur líka fengist við grásleppuveiðar frá Stykkishólmi, en eftir hræðilega misnotkun á sárabindum um borði í Teistu SH-56 hefur hún ekki einu sinni fengið vinnu við rækjutínslu (vaxa þær ekki á trjám?). Meira vil ég þó ekki gefa upp. Þar sem hún hefur séð mig dansa hlýtur hún að vera á Ófeigi GK-147. Þar dansaði 1998 ég til þess peppa upp mannskapinn og þar sem ég setti svo mikla tilfinningu í dansinn hef ég ekki getað dansað síðan. Þó svo ég gæti gert undantekningu þessa helgi.

No comments:

Post a Comment