October 15, 2004

Allt er þá er þrennt....

Það gerðist einu sinni enn. Þriðja skiptið á þessu ári. Þriðja skiptið sem stúlka sem ég er eitthvað að vandræðast með segir eftir einhverja mánuði... "ef ég var ekki búin að minnast á það þá á ég kærasta." Mér finnst það alveg mega koma fram í byrjun. Þá gæti ég sparað mér tíma og fyrirhöfn og haldið mér í "hommavinur-gírnum." Mér finnst betra að fá að vita svona hluti strax. En þetta er enn ein ástæðan til þess að hata stelpur.

Önnur ástæða er sú að ég gerði þetta einmitt. Viðurkenndi það fyrir stúlku í sumar að það yrði ekkert á milli okkar. Við höfðum sofið saman og ég vildi ekki fara að blekkja hana. Hún væri á leiðinni til útlanda, ég hefði ekki tíma til þess að vera í sambandi, nennti ekki að henda mér í annað samband strax eftir að hafa nýlokið einu sjö ára og svo bætti ég því við að ég væri enn drulluhrifinn af fyrrverandi kærustu minni sem á þeim tíma var væntanleg til landsins.

Ég var svolítið stoltur af sjálfum mér. Hugsaði með mér: "Ég er ekkert kríp, kannski að strákar séu ekki jafn mikil fífl og af er látið?" Boy was I wrong! Það eina sem þetta gerði var að gera enn eina manneskjuna í þessum heimi fúla út í mig. Ég get lifað með því, gerið það sem ykkur þykir skemmtilegt. Ef einn af þeim hlutum er að segja öðrum hversu viðbjóðsleg manneskja ég er þá endilega haldið því áfram, fokk ég skal meira að segja taka þátt í því. Hérna er eitt atriði í viðbót sem þið getið bætt við: Einu sinni átti ég að dæma einhverja hæfileikakeppni í grunnskóla. Þar sem ég er alltaf að þykjast vera fyndinn sagði ég við einhverja stúlkuna sem var að taka þátt að hún gæti örugglega ekki rassgat dansað. Kemur þá ekki í ljós að hún er ein taugahrúga, brotnar saman og vælir í vinkonur sínar sem komu og lömdu mig. Ánægð?

Ég man ekki alveg eftir fleiri sögum í bili en þær hljóta að koma. Nógu margar eru þær sem telja mig vera litla bastarðinn hans Lúsífers.

While I´m at it. Beta, I´m just not into you.

No comments:

Post a Comment