October 11, 2004

Vakandi

Skemmtileg nótt. Sofnaði fyrir klukkan ellefu og glaðvaknaði klukkan eitt. Er síðan búinn að sitja fyrir framan tölvuna. Laus við svefn. Mig langaði samt. Djöfull langaði mig til þess að sofa. En þegar augnlokin hreinlega neita að lokast er svo sem lítið sem maður getur gert. Ég held samt að augnlokin hafi bara verið að gera grín að mér. Í hvert skipti sem ég kreisti þau saman spruttu þau ekki upp aftur heldur opnuðust hægt og rólega. Vantaði bara gott ískur með. Til þess að gera þetta áhrifameira.

Þegar birta tók og ég búinn að sætta mig við svefnleysið ákvað ég að henda mér í sturtu. Það væri svo sem ekki merkilegur hlutur út af fyrir sig en það var meira það sem á undan þurfti að koma sem hryllti mig. Hryllir mig enn. Síðast þegar ég fór í sturtu tók ég eftir því að niðurfallið hélt ekki alveg í við vatnsmagnið. Það var því nokkuð ljóst að hreinsa þyrfti niðurfallið. Þetta er í annað skiptið sem ég þurfti að standa í þessu. Þurfti líka að gera þetta í gamla eggerti.

Þetta er það viðbjóðslegasta sem ég hef nokkurn tímann þurft að gera. Lyktin sem fylgir vatnslegnu hári er viðbjóðsleg. Ég vil ekki hugsa hvað hefur fylgt með hárinu sem var þarna en Freemans bæklingurinn sem ég fann í efstu hillu íbúðarinnar gefur ýmislegt til kynna. Sérstaklega þar sem búið var að brjóta uppá blaðsíðurnar þar sem nærföt voru auglýst. Ætti ég að hringja í gaurinn sem bjó hér á undan? Bjóða honum að koma og sækja bæklinginn?

No comments:

Post a Comment