Ennþá ákveðinn
Ég ætla að flytja búferlum um áramótin. Hér er ekkert sem heldur í. Og kaosið á skÍtalíu heillar. Maður er aldrei á réttum tíma, mengun og hávaði. Get ekki hugsað mér betra líf... ég fatta þetta alltaf þegar flugvélin lendir í Keflavík og þá er of seint að snúa til baka.
Á skÍtalíu veit maður líka hvar maður hefur hlutina. Pólitíkusar eru ekki að þykjast ekki vera spilltir, þeir eru það bara. Meðan Hr. Oddsson var við völd vissi maður alla vegna hvar völdin lágu... nú... já... Halldór..... hvað get ég sagt... er ekki alveg viss um að sjálfstæðishópurinn sé eitthvað að fara að hlusta á útgerðarbónda frá austulandi.. sem ætlar mögulega kannski jafnvel kæmi til greina að stokka upp í ríkisstjórn eftir einhvern tíma eða ekki.
Kemur þetta rugl síðan með Jón Steinar ekki sterkt inn líka? "Halldór ertu sáttur við niðurstöðuna?" "Neeeeeeeiiiiii eeeeeeennnnn ééééggggg heeeeeefffððððiiii viiiillllljaaaaaað sjááááá Eiiiiiiríííík íííí stööööööðunnni." Sáttur sem sagt við aðra niðurstöðu sem hann vildi. Ef hann er ekki ósáttur þá er það svo sem hans mál en hversu miklu frati er Geir að lýsa á dómara hæstaréttar með því að taka þeirra álit og henda beint í ruslatunnuna? "Góð framsetning, fallegur pappír og vel valið letur.. en veistu hvað?... ég nenni bara ekki að lesa þetta.. Í RUSLIÐ MEÐ ÞAÐ!!!"
Hversu mikla sjálfsblekkingu þarftu síðan til að geta sagt við þá 290.000 íbúa landsins að ákvörðunin hafi ekki verið pólitísk? Jón Steinar verður örugglega fínn hæstarréttardómari... en það er bara ekki málið. Það vita allir að þetta var pólitísk ákvörðun og mér þætti vænna um það að þeir myndu viðurkenna það. Ekki ljúga. Ég treysti ekki fólki sem lýgur. Þeir lugu. Enn ein ástæða til þess að skila auðu. Sorglegur vinstihelmingur, fjarstæðukenndur hægrihelmingur og óákveðin miðja. Glæsilegt.
Nú þýðir ekki annað en að flýja land. Þið megið eiga þetta.
No comments:
Post a Comment