October 18, 2003

Svo fór ég bara á Airwaves!

Var dreginn út í gær af hópi af útlendingum. Endaði með því að ég leit við á Airwaves. Sá þar brillíant hljónst sem kallar sig Tv on the radio, blökkumenn sem spila rokk, en samt ekki rokk heldur meira svona popprokk. Nei ekki popprokk heldur bara svona tv on the radio tónlist. Hægt er að nálgast lag með þeim hér. Svo er þökk Sölva að skemmtunin hélt áfram fram undir morgun, ásamt stuttu stoppi með útlendingunum á Kapital. Veit ekki hvort ég geti útskýrt nógu vel hversu skrítið það var fyrir mig. Ég sem hef aldrei farið annað en á 22. Já svona er maður villtur á gamals aldri, ehhh! Lærdómur og vinna í dag. Alltaf gaman að því.

No comments:

Post a Comment