Muse, andskotinn!!!
Þeir segja muse á leiðinni til íslands. Gott ef satt er, en á maður að þora að trúa því??????
Veit það að ég hef henn ekki fyrirgefið Ragnheið Clausen fyrir það að hafa logið að mér að Rolling Stones væru niður á sundahöfn. Hvað þá heldur fyrir að selja mér þessa eiginhandaráritun frá "goðunum" sem ég borgaði henni 30.000 þúsund fyrir. Það var hlegið að mér niður í safnarabúð. Hlegið, heyriði! Enda hefndi ég mín ekkert smá þegar ég fór að sjá systur hennar Soffíu Hansen leika í Le Show. Hló sko ekki rassgat. Alla vegna ekki að bröndurunum hennar. Læt sko ekki vaða yfir mig. Ég er svo kreisí. Eins og mamma sagði: "tobbalicious, sonur minn, þú ert svo brjálaður! Þú myndir ekki einu sinni byrja á að taka ystu hnífapörin ef þú værir staddur í matarboði!" Damn straight! Þýðir ekkert að messa við mig.
Þá er bara að vona að muse komi. Verða reyndar með tónleika í prófunum. Hvað eru tvö próf milli vina? Ha ha ha ha ha ha. Brjálaður maður. Búúh!
Er þó að velta fyrir mér hvort Rabbi sé dauður. Hef ekki heyrt í honum frá því hann fór til DK fyrir 3 mánuðum.
No comments:
Post a Comment