Tirapacchi
Lærði þetta nýja orð í dag sem ég hef ekki hugmynd um hvað þýðir. Sýnir hvað maður getur aldrei gert neitt fullkomlega. Ég og listasmiðurinn Völundur ætlum að skella okkur á Mótmælanda Íslands. Vonandi að ég læri hvernig eigi að mótmæla almennilega. Óþolandi að hafa alla þessa reiði en engan stað til þess að beina henni. Nema að nokkrum einstaklingum sem ég ætla ekki að nafngreina. Ákvað svo í einhverju eiturlyfja flashbacki að bjóða helling af útlendingum í heimsókn á morgun. Sem þýðir að ég þarf að elda og finna eitthvað til að elda. Sjálfstraustið ekki alveg uppá það besta í eldamennsku eftir að enginn bragðaði á matnum sem ég tók með mér í matarboðið um daginn. Eitt sem aldrei klikkar er pasta með pestó. Endar örugglega með því að ég matreiði það. Útlendingarnir koma alla vegna með vín, svo ég verð ánægður hvernig sem kvöldið fer. Jó að mæta í kaffi svo það virðist allt vera að gerast þessa dagana. Nema þetta blessaða verkefni í tölv. sem gengur hvorki né rekur. Ef maður fengi nú bara metið metnaðinn sem maður setur í þetta helvíti og andlega misnotkun. Sé fyrir mér fyrirsögnina í mogganum: Nemandi fær einingar í skaðabætur fyrir andlegt ofbeldi verkfræðideildar. Verð að hætta þessu væli í sambandi við skólann. Geri það um leið og ég losna af þessari blessuðu deild. Ég lofa... kannski.. leyfið mér að halda í vælið.. plís....
No comments:
Post a Comment