October 8, 2003

Erasmus-líf á Eggertsgötunni

Þeir sem þekkja mig vita það að ég er "sérlegur aðstoðarmaður" erlends stúdents. Það er fínt að halda við ítölskunni og fá álit annarra á þessu blessaða landi. Gerði mér grein fyrir því þegar ég loks slapp frá honum í gær að ég er íslenskur erasmus á Íslandi. Ég er hreinlega dreginn út hvert einasta kvöld í veislur hjá erlendum stúdentum og hópurinn sem ég heng með er farinn að nálgast 200 einstaklinga. Það bætast 2 nýjir í hópinn á hverjum degi og geri ég ekki annað en að kynna land og þjóð fyrir áhugasömum útlendingum. Fínt að kynnast öðru fólki og sjá hve mikið þau elska þetta land, ekki spyrja mig af hverju, en þau elska það öll. Reyndar held ég að ég væri ekki svona vinsæll hjá þeim ef ég væri ekki eini Íslendingurinn sem þau þekkja. "Nú ertu Íslendingur? Ég er búinn að vera hérna í tvo mánuði og hef ekki enn talað við Íslending. Má ég pota í þig?" Lenti í því sama þegar ég var út í Genúa að læra, kynntist ekki einum einasta skítala allt árið sem ég dvaldi á skÍtalíu en nú hér heima er ég búinn að kynnast um það bil 20 stykkjum. Furðulegur andskoti!

No comments:

Post a Comment