October 14, 2003

Stundum stendur maður frammi fyrir því að heimsmynd manns er algjörlega að breytast. Allt sem var verður ekki lengur og einhvern veginn er maður gripinn algjörri örvæntingu því maður er að verða það gamall að manni finnst lífinu sé hér um bil lokið. Ekki það að ég sé svo ótrúlega gamall eða þá að lífinu hjá mér sé lokið. Það grípur mann svo mikil minnimáttarkennd gagnvart framtíðinni og allt veltur það á einum hlut. Hvernig varð maður þannig? Hvar tapaði maður þeim eiginleika að finnast allt vera hægt og ekkert gæti nokkurn tímann stoppað mann? Veit ekki hvaða aumingjaskapur þetta er, ein ákvörðun á aldrei að draga mann svona niður og því blæs ég til sóknar gegn vitleysunni, ég veit hvað væri réttast í stöðunni og læt ekki aðra spilla fyrir mér því að fá einhverja gleði út úr lífinu. Jæja, krakkar mínir lífið tekur stöðugt breytingum og nú er bara að henda sér í það.

No comments:

Post a Comment