Skugginn
Var að komast að því að ég er skugginn, af sjálfum mér það er að segja. Þurfti einmitt að fá að vita það á netinu. Málið er að ég fór inn á einhverja síðu sem sýnir hversu margir eru að skoða hana. Ég var að skoða hana. Samt sagði mér þessi góði teljari "0 online". Hræðilegt þegar besti vinur manns, internetið, svíkur mann svona. Hélt að við hefðum gert með okkur samkomulag um það að eiga í ástarsambandi meðan sumir væru í fjarlægu landi. Ekki lengur. Svikula internet sem neitar að viðurkenna mig. Ég slít af þér hausinn næst þegar ég sé þig.
Svo er kominn nýr meðlimur í hina skemmtilegu "Bloggfjölskyldu". Eini einstaklingurinn (hún er reyndar kvenkyns, en maður veit voða lítið hvað er móðgandi í dag) sem hefur gert eitthvað við sitt líf. Nemur Doktor í dýralækningum í Haggishlandi. Svo brátt verður hún DrOddsdóttir. Voða fyndinn einstaklingur. Lesið hana endilega.
Annars var ég að spá í það að fara að gera eitthvað við mitt líf. Námsráðgjafi á eftir og reyni að bjarga mér frá því helvíti sem ég tel tölvunarfræði. Kaffidrykkja austanmegin Suðurgötu á næsta ári. Þó maður hafi ekki hugmynd um það hvað maður vill gera þá er alltaf betra að vita hvað maður vill alls ekki gera. Væri samt frábært ef hún myndi hlusta á mig og segja svo: "En þú notar gleraugu?". Já myndi ég þá svara. "Og þú ert soldið lúðalegur ekki satt?". Jú, myndi ég svara. "Ég myndi þá bara halda mig við tölvunarfræðina. Best fyrir alla, hugsaðu þér sem svo að þú sért einn af skyttunum. Allir fyrir einn og einn fyrir alla! Þú fórnar þér svo aðrir fái að lifa."
Annaðhvort að finna sér nýtt nám eða þá að elta drauminn um að gerast líffærasali í Albaníu. Ætli það verði metið? Sko ef ég myndi henda mér í lækninn seinna. Hinn hugsandi einstaklingur. Það er ég.
No comments:
Post a Comment