Jæja þá held ég sé algjörlega fallinn á skammdegisþunglyndinu. Góð barátta og er virkilega stoltur af sjálfum mér að hafa haldið út svona lengi, en ég nenni ekki að berjast gegn þessu lengur. Svo nú verða allir póstarnir voðaleg sorgmæddir og fjalla um óréttlæti í heiminum. Eða ekki.
Lenti í því um daginn að það var eitthvað fífl sem ætlaði að vera voðalega fyndinn þegar hann keyrði framhjá mér. Byrjaði á því að flauta á mig og kallaði síðan eitthvað voðalega móðgandi og, veit ekki hvort ég ætti að segja það, niðurlægjandi. Búhúhú. Í alvörunni, þessi leikur var fundinn upp af ungum mönnum í MR árin 94-95 svo ekki reyna það. Ég myndi ekki líta upp þó þú hefðir keyrt yfir mig, hallaðir þér út um gluggann og spyrðir mig hvort það væri allt í lagi með mig. Maður lítur bara ekki við. ALDREI!
Annar hlutur sem maður á aldrei að gera er að láta draga sig inn í small-talk. Tilgangslausari hlutur hefur ekki verið fundinn upp, mig langar ekkert til þess að vita hvar húsið þitt er í Garðabænum eða þá hvort þú eigir börn. Kem aldrei til með að skoða húsið eða heimsækja börnin. Heilsa og labba framhjá. Hentar öllum og hjálpar til við að snúa þessari kringlu af ást sem við búum á. Svo lexíuna sem má draga af þessu er: Minna mas, meiri ást.
No comments:
Post a Comment