October 12, 2003
Djöfull geta sunnudagar verið algjör dauði. Hendi mér reyndar í kjötsúpu til afa og ömmu á eftir svo það lífgar kannski aðeins upp á daginn. Það er á svona dögum sem mig vantar Deezuna. Gæti verið að sú staðreynd að ég eigi eftir að fara að skúra sé líka að eyðileggja fyrir mér þennann annars góða dag. Glæsilegur sigur hjá íslenska landsliðinu í gær. Fullt út úr dyrum á Eggertsgötunni og eldaði svo spaghetti ofaní liðið sem varð hér eftir, held að fólk hafi bara almennt verið ánægt með matinn og svo var eitthvað reynt að skemmta sér, var eitthvað þreyttur svo ég hóraði mér heim um þrjú leytið. Er að verða gamall maður.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment