October 20, 2003

Ætla fagna því að hafa staðið mig ágætlega á prófinu í dag með því að fá að fljóta með Jó og Spörra á Kill Bill. Segja allir hana brillíant, ef að allir eru að ljúga þá er það alþjóðlegt samsæri. Djöfull væri samt fyndið ef maður væri fastur í alþjóðlegusamsæri um það að ljúga að manni að mynd væri frábær. Sem mynnir mig á það að ég hvet alla til þess að sjá hina frábæru mynd Soldier með Kurt Russel í aðalhlutverki. Fjallar á einstaklega áhrifaríkan hátt um sálræna baráttu eldri og yngri gerða af hermannavélmennum. Eitthvað sem öll fjölskyldan hefði gaman af að horfa á og ræða svo á eftir. Hafa vélmenni tilfinningar? Verða vélmenni að berjast fyrir tilverurétti sínum? Hefur mannkynið gleymt skyldum sínum gagnvart þeim vélmennum sem minna mega sín? Þungar spurningar sem ef til vill verður ekki svarað hér og nú.

Að öðrum málum. Það er ekki oft sem mér er ofboðið, mesta lagi svona 10-20 kannski 30 sinnum á dag. EN NÚ TÓK STEININN ÚR AUGANU!!! Nýja Todmobilelagið frá írafári er of mikið. Af hverju endurvekur ÞBÞ ekki Todmobile í staðinn fyrir það að "pródúsera" þessi Todmobilelög fyrir aðra hljónst? Og hvað er málið með tuborgflöskurnar? Set mig nú í stellingar sem leikstjóri þessa myndbands:

Leikstjóri: Krakkar, ég er með konseptið í kollinum. Þetta verður sprengja! Hugsið ykkur sundlaug. Eruð þið að sjá hana fyrir ykkur? En, en, en það er ekki allt maður, ha! Tuuuuuborgflöskur! Tuborgflöskur út um allt!!! Eruð þið að ná snilldinni maður! Tuborgflöskur sem teknar verða nærmyndir af! Og svo verðið þið líka í því.

Kannski er þetta uppreisnarskeið írafáris? Við erum sko engin unglingahljónst lengur, við drekkum túborg. Engir helvítis krakkar.

Kill Bill ekki lengur.

No comments:

Post a Comment