Kennaraprik eru hlutur sem maður hefur eiginlega ekki séð síðan í barnaskóla. Það er fokking langt síðan ég var í barnaskóla. En allt í einu núna í Hí eru allir kennara farnir að nota kennaraprik í tíma, það var ekki svona í fyrra, svo maður vill spyrja sig hvað veldur?
Var alveg viss um það að þetta hefði eitthvað með auknar öryggisráðstafanir vegna hryðjuverka, kennarar gætu barið miltisbrandinn aftur ofaní umslagið eða þá potað í augað á Ósama ef hann tæki upp á því að mæta í tíma. Hallast þó að því að svo sé ekki. Virkar einhvern veginn ósennilegt.
Eftir því sem ég hef fylgst með þeim með prikið í hönd, tíma eftir tíma, tók ég eftir því út á hvað þetta gekk. Valdið. Valdið hefur spillt helstu kennurum Íslands. Maður virkilega sér brjálæðisglampann í augunum þegar þeir sveifla prikinu fram og aftur og "valdið" er þeirra. "Sjáið mig, ég er kennari og mátturinn er minn því ég hef kennaraprikið." Þetta eru gangandi tímasprengjur og spurningin einungis sú, hvenær fellur prikið næst? Hvaða saklausi nemandi verður næsta fórnarlamb hins refsandi vandar?
Hvar er ríkisstjórnin á stund sem þessari? Hvers eiga börnin að gjalda? Tómas Ingi ég biðla til þín, taktu prikið af kennurum og settu í hendur nemenda, þeir hafa siðferðið til að úthluta réttlæti vandarins á sanngjarnan hátt.
No comments:
Post a Comment